Styrjaldir og kreppa

S É R S V I Ð Vottarheimildir og sagnarheimildir Heimildum, sem segja frá einhverju sem hefur gerst, má skipta í vottarheimildir og sagnarheimildir. Eftir að Titanic sökk var mikið deilt um hvort farþegar á þriðja farrými hefðu verið hindraðir í að ná upp á bátaþilfar til þess að komast í björgunarbáta. Hér á eftir eru tvær ólíkar heimildir sem segja nokkuð frá þessu. Bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum voru gerðar opinberar rannsóknir á öllum hliðum málsins og teknar voru skýrslur af mörgum vitnum. Fyrri heimildin er útdráttur úr yfirheyrslu yfir einum af þeim sem komust af, Daniel Buckley. Þetta er vottarheimild af því að hann segir frá því sem hann sjálfur sá og upplifði. Seinni heimildin er útdráttur úr skýrslu opinberu bresku rannsóknarnefndarinnar. Hún er byggð á frásögnum margra vitna en þeir sem skrifuðu skýrsluna voru ekki sjálfir viðstaddir atburðinn. Þess vegna telst skýrslan sagnarheimild. Heimild 1 Í rannsókn bandarískra yfirvalda var írskur piltur sem ferðaðist á þriðja farrými, Daniel Buckley, yfirheyrður af Smith öldungadeildarþingmanni. Hér er útdráttur úr yfirheyrslunni: Smith: Fékkst þú að fara upp á efsta þilfar án þess að verða fyrir afskiptum annarra? Daniel Buckley: Já, herra. Þeir reyndu fyrst að halda okkur niðri á þilfari þriðja farrýmis. Þeir vildu alls ekki að við færum upp á þilfar fyrsta farrýmis. Smith: Hverjir reyndu að stöðva ykkur? Daniel Buckley: Ég veit ekki hverjir þeir voru. Ég hugsa að þeir hafi verið sjómenn. Smith: Hvað gerðist þá? Reyndu farþegarnir á þriðja farrými að komast upp? Daniel Buckley: Já, þeir gerðu það. Það var einn farþegi á þriðja farrými sem lagði af stað upp stigana og þegar hann gekk eftir litlum gangi kom náungi og ýtti honum niður, henti honum niður á þilfar þriðja farrýmis. Náunginn var æstur og hljóp á eftir honum en fann hann ekki. Farþeginn komst í gegnum ganginn. Sjómaðurinn fann hann ekki [...] Smith: Mig langar að spyrja þig út af því sem þú sást um nóttina hvort þér finnst að farþegar á þriðja farrými hafi haft jafngóð tækifæri og aðrir farþegar eða fólk úr áhöfninni til að komast í björgunarbátana. Daniel Buckley: Já, ég held að þeir hafi haft eins góða möguleika til þess og farþegar á fyrsta og öðru farrými. Smith: Heldurðu það? Daniel Buckley: Já, en til að byrja með reyndu þeir að halda þeim niðri á sínu eigin þilfari. a STYRJALDIR OG KREPPA : Titanic - samfélag í smækkaðri mynd 11 >>

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=