Styrjaldir og kreppa
b STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 127 Norskur stríðsbrandari Þýskur liðsforingi kom til konu á veitingahúsi og spurði hvort hann mætti fá lánaðan ónotaðan stól sem stóð við borðið. Konan svaraði ekki og hann spurði hana kurteislega aftur. Þá sagði konan: „Þið hafið tekið manninn minn og son minn og húsið mitt og allt innbúið. Ég skil ekki hvers vegna þér biðjið allt í einu um leyfi til að taka einn stól.“ Eitt af táknunum sem Norðmenn notuðu til að sýna andstöðu sína gegn hernáminu var pappírs klemman. Hana mátti til dæmis klemma á jakkaboðung til að segja „Við stöndum saman gegn Þjóðverjum“. Sumir notuðu líka greiðuna sem tákn. Greiða sem stóð upp úr jakkavasa táknaði á norsku: „vi greier oss selv“, sem gat þýtt „við greiðum okkur sjálf“ eða „við björgum okkur sjálf“. Líf undir þýsku hernámi Mikill vöruskortur var í Noregi á hernámsárunum. Við íbúatölu landsins bættust um 400.000 þýskir hermenn sem þurftu sömu neysluvörur og heimamenn. Erfitt var líka að fá vörur frá útlöndum meðan barist var á úthafinu. Því var tekin upp vöruskömmtun. Öllum var úthlutað skömmtunarseðlum sem gáfu rétt til að kaupa ákveðið magn af nauðsynjum, til dæmis af mat og fötum. Bannað var að láta sjást ljós í gluggum á kvöldin því hernámsliðið óttaðist að fólk notaði ljósmerki til að benda andstæðingum þess á hvar þeir ættu að kasta sprengjum. Allt sem var talið líklegt til að efla samstöðu meðal Norðmanna var líka bannað. Ekki mátti halda upp á þjóðhátíðardaginn 17. maí. Í stað mynda af konunginum voru settar upp myndir af Quisling. Útvarp og blöð voru stranglega ritskoðuð og aðeins þær fréttir leyfðar sem komu sér vel fyrir Þjóðverja. Allmargir Norðmenn gengu í norska nasistaflokkinn, Nasjonal Samling. Sumir gerðu það af því að þeir áttu annars á hættu að missa atvinnuna. Aðrir héldu að Þjóðverjar mundu Breskt dagblað slær upp á forsíðu að Noregur hafi verið hernuminn af nasistum 9. apríl 1940
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=