Styrjaldir og kreppa

b 126 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla Líf í hernumdum löndum Mörg lönd voru hernumin í síðari heimsstyrjöldinni. Alls staðar merkti það að útlent herlið varð æðsti vald- hafi í landinu. Þótt innlend stjórnvöld önnuðust víða daglega stjórn gat her- veldið gripið í taumana hvenær sem var og skipað innlendum yfirvöldum fyrir. Þannig var fullveldi landa og lýðræði þeirra afnumið. Þó var líf fólks í her- numdum löndum afskaplega ólíkt, eftir því hve ráðrík hernámsveldin voru og hvernig samband var á milli þeirra og hernumdu samfélaganna. Þetta skulum við skoða með því að líta á lífið í tveimur hernumdum löndum, í Noregi, Hernám Noregs Þann 9. apríl 1940 réðust Þjóðverjar af hafi á Noreg á nokkrum stöðum. Víðast mættu þeir lítilli mótspyrnu, en í Ósló tókst að sökkva skipi þeirra með sprengjuárás áður en það náði landi. Um borð í því voru hermennirnir sem höfðu átt að taka að sér að stjórna höfuðstaðnum og hafa eftirlit með konungsfjölskyldunni og ríkisstjórninni. Þess vegna gafst konungi og ríkisstjórn tími til að flýja norður eftir landinu og komast þaðan til Bretlands. En sama dag kom þýskt herlið flugleiðis til borgarinnar og brátt gengu hermenn í löngum röðum um göturnar. Síðan var barist í landinu í tvo mánuði en 10. júní höfðu Þjóðverjar náð að leggja það allt undir sig. Ástæða þess að Þjóðverjar lögðu kapp á að hertaka Noreg var einkum sú að þeir keyptu mikið af járni frá Svíþjóð, það var flutt til Narvík í Noregi og þaðan með skipum til Þýskalands. Í stríði þarf mikið af járni og því var mikilvægt fyrir Þjóðverja að þessi flutningaleið héldist opin. Árið 1942 gerði þýska hernámsliðið foringja norskra nasista, Vidkun Quisling, að forsætisráðherra, en stjórn hans hafði lítil raunveruleg völd. Hún gat sett lög og reglur en aðeins ef þau voru samkvæmt vilja hernámsstjórnarinnar. Vidkun Quisling yfirmaður norska nasistaflokksins í Noregi heilsar hér þýskum yfirmanni. Fullveldi ríkis: Ríkisvald þess er æðsti valdaaðili í landinu. Enginn aðili utan ríkisins getur stýrt því eða sagt fyrir verkum. sem var hernuminn af Þjóðverjum, og á Íslandi, sem Bretar hernámu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=