Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 125 Kjarni * Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar hófu nasistar skipulega útrýmingu gyðinga í Evrópu. Fyrst var þeim haldið inni í lokuðum gyðingahverfum en síðan voru þeir sendir í fangabúðir. Árið 1942 ákváðu nasistar að útrýma öllum gyðingum og eftir það var mikill fjöldi þeirra fluttur með járnbrautarlestum í fangabúðir. Nokkrir Íslendingar lentu í þýskum fangabúðum af öðrum ástæðum en gyðinglegum uppruna. * Sumir földu gyðinga fyrir nasistum og nokkrir gyðingar gerðu sjálfir uppreisn gegn þeim. * Eftir stríðslok kom í ljós að nasistar höfðu útrýmt um sex milljónum gyðinga. 34 Finndu heimildir um fjöldamorðin í Srebrenica árið 1995. Alþjóða­ dómstóllinn í Haag hefur dæmt að þau teljist vera þjóðarmorð. Notaðu samþykkt Sameinuðu þjóðanna á bls. 122 til þess að útskýra hvers vegna er hægt að telja þessi fjöldamorð til þjóðarmorða. Þjálfaðu hugann 35 Hvaða orð á ekki heima með hinum? a Helför – þjóðarmorð – gasklefi – gyðingahverfi b Hitler – fangabúðir – Auschwitz – útrýming Viðfangsefni 36 Útvegaðu þér bókina um Leif Müller, Býr Íslendingur hér? Veldu einn kafla í bókinni, settu hann í samhengi við sögu Leifs að öðru leyti, endursegðu hann og veldu það sem kemur þér mest á óvart. Hér má sjá reikning frá blómabúðinni Blóm og ávextir sem sendur var til þýska sendiráðsins þann 20. apríl 1940. Keypt var ein hortensía í tilefni fæðingardags Adolfs Hitlers. Frumskjal varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=