Styrjaldir og kreppa

b 124 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla Finndu svar 21 Hvað er gettó? 22 Hvers vegna söfnuðu nasistar gyðingum saman í hverfi? 23 Hvað varð um þá sem lentu í fangabúðum nasista? 24 Hvaða ákvörðun var tekin á fundinum í Wannsee fyrir utan Berlín árið 1942? 25 Hve margir gyðingar dóu í gyðingahverfum og fangabúðum í síðari heimsstyrjöldinni? 26 Útskýrðu hvað er átt við með orðinu helför. 27 Hvers vegna reyndu nasistar að leyna því sem þeir höfðu gert í fangabúðunum? Umræðuefni 28 Eftir stríð sögðu margir Þjóðverjar að þeir hefðu bara hlýtt skipunum. Sumir sögðust hafa orðið að gera það sem þeim var skipað, annars hefðu þeir verið drepnir sjálfir. Margir héldu því fram að þeir hefðu heyrt orðróm um útrýmingu fólks en hefði fundist hann of ótrúlegur til að hann gæti verið sannur. Hvað finnst þér um þessar réttlætingar? 29 Ræðið þessa staðhæfingu: Hefði ekki verið iðnbylting þá hefði ekki orðið nein helför. 30 Breski sagnfræðingurinn David Irving hefur skrifað að sagan um helför gyðinga sé login upp af sigurvegurunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Irving viðurkenndi að Þjóðverjar hefðu drepið marga gyðinga en ekki að þeir hefðu komið sér upp gasklefum og líkbrennslustöðvum til þess að útrýma öllum gyðingum skipulega. Þannig falsaði Irving söguna. Það merkir að hann samdi aðra sögu um það sem gerðist en þá sem verður lesin út úr heimildum. Síðar viðurkenndi Irving að hann hefði haft rangt fyrir sér. a Hefur þú falsað sögu til þess að gefa betri mynd af þér sjálfum/sjálfri eða til þess að koma einhverju til leiðar? b Hvers vegna skyldi fólk falsa sögur? c Hvernig getum við vitað hvort saga sem okkur er sögð segir í raun og veru það sem gerðist? d Hvers vegna er mikilvægt að vita hvort saga sem okkur er sögð segir það sem gerðist? e Eiga að vera lög um að refsa þeim sem falsa söguna? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? 31 Skoðaðu minnismerkið um fórnarlömb helfararinnar á bls. 120. a Er rétt að nota peninga til að búa til minnismerki um fórnarlömb helfararinnar? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? b Önnur dæmi um minnismerki eru styttur af þekktum persónum úr fortíðinni eða steintöflur með nöfnum þeirra sem féllu í fyrri eða síðari heimsstyrjöldinni. Hvaða þýðingu hafa minnismerki fyrir okkur sem nú lifum? 32 Áttu einhvern gamlan hlut sem þú gætir sérstaklega vel? Hvers vegna hefur sá hlutur þýðingu fyrir þig? 33 Skoðaðu töfluna á bls. 123. Hve mörg prósent af gyðingum dó í hverju landi fyrir sig? a Í hvaða landi dóu flestir gyðingar? b Í hvaða landi dóu fæstir? c Búðu til stöplarit sem sýnir fjölda dáinna í hverju landi fyrir sig. d Hvað heldur þú að valdi því að svona mikill munur er á mannfalli gyðinga í ólíkum löndum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=