Styrjaldir og kreppa

b 122 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla NÆRM Y N D Anna Frank (1929–1945) Gyðingastúlkan Anna Frank og fjölskylda hennar flúði frá Þýskalandi til Hollands eftir að nasistar tóku völdin í Þýskalandi. Þegar þeir hernámu Holland fékk Frank fjölskyldan hjálp til að fela sig uppi á háalofti í húsi einu. Þar skrifaði hún dagbók og lýsti dvölinni á loftinu: Mánudagskvöld 8. nóvember 1943. Mér finnst við og leyniheimilið okkar vera eins og örlítill heiðríkjublettur umkringdur svörtum óveðursskýjum á alla vegu. Þessi litli blettur er að vísu enn þá öruggur, en skýin dragast þéttar saman í kringum okkur og yfirvofandi hættur þokast nær og nær. Anna gaf aldrei upp vonina um að stríðið mundi bráðum taka enda og hún fengi sitt fyrra líf til baka. En árið 1944 kom einhver upp um þau og öll fjölskyldan var send í fangabúðir. Faðir hennar, Otto, var sá eini sem lifði það af. Eftir stríðið fannst dagbók Önnu og var gefin út á prenti. Dagbók Önnu Frank hefur verið þýdd á mörg tungumál, meðal annars íslensku. NÆRM Y N D Herjum banda­ manna sem komu í fangabúðirnar mætti oft dapurleg sýn. Þessi mynd er frá Auschwitz stærstu útrýmingarbúðum nasista og sýnir skó sem gyðingar áttu. Á hundrað dögum, frá 6. apríl og fram í miðjan júlí 1994, var um ein milljón manns drepin í átökum milli þjóða í Afríkuríkinu Rúanda. Þetta er eitt grimmilegasta þjóðarmorð síðustu áratuga. Þjóðarmorð Í samþykkt Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð frá 9. desember 1948 eru þau skilgreind sem einhver eftirtalinna verknaða sem eru framdir í því skyni að eyðileggja, að einhverju eða öllu leyti, þjóð, kynþátt eða trúflokk með því – að drepa þá sem tilheyra hópnum, – að valda alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða á meðlimum hópsins, – að láta hópinn af ásettu ráði lifa við lífs- skilyrði sem stefna að útrýmingu hans, að hluta til eða í heild, – að knýja fram ráðstafanir sem stefna að því að hindra barnsfæðingar í hópnum, – að flytja börn með valdi úr hópnum í aðra hópa. Í réttarhöldum yfir nasistaforingjum í Nürnberg eftir heimsstyrjöldina (sjá bls. 136) voru mótaðar reglur um hvað teldust vera stríðsglæpir, þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni. Eftir 1990 var þessi starfsemi tekin upp aftur og dómstólar settir á fót til að rannsaka mál og refsa hinum seku eftir voðaverk sem framin voru í Rúanda, á Balkanskaga (í löndum sem áður hétu Júgóslavía) og í Sierra Leone í Afríku. Ákvarðanir um þessa dómstóla voru teknar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Síðan 2002 starfar í Haag í Hollandi Alþjóðlegi glæpadómstóllinn sem meira en hundrað ríki standa að. Þessar aðgerðir eiga allar að halda aftur af harðstjórum sem vita nú að þeir geta átt á hættu að vera dregnir fyrir alþjóðadómstól ef þeir fremja illvirki á landsmönnum sínum. Það er ekki einkamál þeirra og það er ekki bara málefni landsins sem þeir stjórna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=