Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 121 NÆRM Y N D Leifur Müller (1920–1988), öðru nafni 68138 Nokkrir Íslendingar lentu í fangabúðum nasista. Einn þeirra var Leifur Müller. Á unglingsárum fór hann til Óslóar til náms og síðar vinnu og var þar þegar Þjóðverjar hernámu landið 1940. Þá átti hann kost á að fara heim til Íslands en sá ekki ástæðu til þess, enda fannst honum hernámið hafa lítil áhrif á lífið í Noregi. Smám saman jókst spennan á milli þjóðarinnar og herliðsins og árið 1942 fékk Leifur leyfi til að flytjast til Svíþjóðar. Hann ætlaði raunar að komast þaðan heim til Íslands en útilokað var að fá leyfi til þess hjá Þjóðverjum því að Ísland taldist andstæðingaland. Leifur gerði þá skyssu að segja landa sínum í borginni frá því að hann ætlaði að komast til Íslands. En rétt áður en hann lagði af stað börðu tveir Þjóðverjar á dyr þar sem hann bjó og spurðu: „Býr Íslendingur hér sem heitir Leifur Müller?“ Leifur var handtekinn umsvifalaust og litlu síðar fluttur í þýsku fangabúðirnar Sachsenhausen. Þar gekk hann í gegnum ótrúlegar þjáningar uns Svíþjóðardeild Rauða krossins fékk leyfi til að sækja hann, ásamt öðrum Norðurlandamönnum, þegar ósigur Þjóðverja blasti við í apríl 1945. Löngu síðar sagði Leifur, Garðari Sverrissyni þessa sögu og hann skráði hana í bókinni Býr Íslendingur hér? umsóknunum var hafnað, kannski ekki af því að Íslendingar hefðu sérstaklega á móti gyðingum heldur af því að þeir vildu almennt halda landi sínu fyrir Íslendinga. Til dæmis neitaði dómsmálaráðu­ neytið Katrínu Thoroddsen lækni um leyfi til að flytja til Íslands þriggja ára stúlkubarn af gyðingaættum. Faðir barnsins var kominn í fangabúðir og búið að tilkynna móðurinni hvenær ætti að setja hana inn. Jafnvel kom fyrir að gyðingar sem höfðu komist til landsins væru reknir þaðan aftur. Hjónin Hans og Olga Rottweiler fluttust til Íslands með dóttur sína 1935. Þremur árum síðar var þeim vísað úr landi, þá með tvö börn, líklega vegna tilmæla frá Íslendingum sem fannst þau veita sér óþægilega samkeppni í verslunarrekstri. Það var ekki íslenskum stjórnvöldum að þakka að fjölskyldan bjargaðist með því að komast fyrst til Danmerkur og síðan hluti hennar til Svíþjóðar. Þó tókst um 30–40 þýskum flótta­ mönnum að flytjast til Íslands á fjórða áratugnum og voru flestir þeirra gyðingar. Í þessum hópi voru margir tónlistarmenn og er sagt að tónlistarlíf Íslendinga hafi tekið miklum framförum. Bjargvættir Margir földu gyðinga fyrir nasistum í Þýskalandi og hernumdu löndunum. Þeir voru faldir á heimilum fólks, í kirkjum og klaustrum. Sumir voru mjög hugkvæmir þegar kom að því að fela gyðinga. Til dæmis bjargaði forstöðumaður dýragarðsins í Varsjá mörgum gyðingum með að fela þá innan um dýrin. Þeir sem földu gyðinga tóku mikla áhættu því ef upp komst um þá voru þeir handsamaðir og teknir af lífi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=