Styrjaldir og kreppa
b Minnismerki um lækninn og barna- heimilisstjórann Janusz Korczak. Hann kaus að fylgja börnunum í stofnun sinni þegar þau voru send í fangabúðir í Treblinka. Verslunargluggi í Noregi með áletruninni „JØDE (stengt)“ („GYÐINGUR (lokað)“). Í hernáminu sá nasistaflokkurinn Nasjonal Samling um að búðum gyðinga væri lokað. 120 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla Margir fangar risu upp gegn nasistum. Til dæmis braust hópur af gyðingum inn í vopnabúr í fangabúðunum í Treblinka árið 1943. Þar stálu þeir vopnum, drápu varðmenn og kveiktu í byggingunni. Meðan eldurinn logaði tókst mörgum að sleppa út en sumir þeirra náðust seinna og voru drepnir. Yfirleitt var erfitt fyrir fanga að veita andspyrnu af því að þeirra var gætt vel og þeir voru brotnir niður, bæði líkamlega og andlega. Um það bil sex milljón gyðingar voru drepnir á árum síðari heims- styrjaldarinnar, þar af þrjár milljónir í fangabúðum og gyðingahverfum. Álíka margir voru drepnir í innrásinni í Sovétríkin. Gyðingar í Noregi Þann 26. nóvember 1942 lagði flutninga skipið MS Donau af stað frá Ósló. Um borð voru 532 norskir gyðingar á leið í fangabúðir í Póllandi. Norsk yfirvöld höfðu fengið skipun um það frá Þýska landi að taka alla gyðinga fasta og senda þá úr landi í fangabúðir. Fyrir upphaf styrjaldarinnar bjuggu um 1.800 gyðingar í Noregi. Næstum helmingi þeirra tókst að flýja til Sví þjóðar eða Englands en um 750 voru handteknir. Flestir þeirra voru sendir með MS Donau til fangabúðanna í Auschwitz. Aðeins um 30 af þeim áttu afturkvæmt til Noregs. Það voru norskir lögreglumenn sem handtóku gyðingana. Þeir vissu hverjir voru gyðingar og hvar þeir áttu heima því að eftir að Þjóðverjar hernámu landið höfðu yfirvöld gert skrá yfir norska gyðinga. Það höfðu þeir meðal annars gert með könnun sem allir voru þvingaðir til að svara. Gyðingar á Íslandi Á Íslandi var engin byggð gyðinga frá fornu fari; í mesta lagi var talið að einhverjir danskir kaupmenn sem settust hér að væru af gyðingaættum. En eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi tóku gyðingar að sækja um landvistarleyfi hér, eins og í öllum löndum sem voru byggð fólki af evrópskum uppruna. Flestum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=