Styrjaldir og kreppa

b fangabúðum sem voru ætlaðar til vinnuþrælkunar. Þær voru kallaðar vinnubúðir. Þeir byggðu líka útrým­ ingarbúðir með gasklefum og lík­ brennsluofnum. Gyðingar voru fluttir með járn­ brautarlestum úr mörgum löndum Evrópu í búðirnar. Í lestarvögnunum var þeim þjappað saman og lítið fengu þeir af mat eða drykk. Margir dóu því á leiðinni af sulti eða ofþornun, eða þeir köfnuðu í þrengslunum. Þegar lestirnar loksins stönsuðu eftir margra daga ferð og vagnarnir voru opnaðir vissu gyðingarnir ekki hvert þeir voru komnir. Þeir sáu ekkert nema gaddavírsgirðingar, ljóskastara og svartan reyk sem lagði upp úr háum reykháfum. Þeir sem voru vinnufærir, einkum ungir karlmenn, voru sendir í vinnu­ þrælkun. Frá morgni til kvölds var þeim haldið í erfiðisvinnu, til dæmis við að grafa skurði eða bera grjót. Í mat fengu þeir aðallega brauðskorpur og þunna súpu og allan daginn var verið að láta þá stilla sér upp til liðskönnunar. Þeir sem gátu ekki einbeitt sér eða unnu hægt voru barðir. Í fangabúðunum voru líka sérstakir refsingarstaðir fyrir þá sem höfðu brotið reglur búðanna. Margir dóu úr þreytu, sjúkdómum og næringarskorti. Nasistar höfðu engin not fyrir þá sem ekki var hægt að láta vinna. Þeir voru því sendir beint í gasklefa í útrýmingarbúðunum. Það voru einkum konur, börn og gamalt fólk. Þegar fólkið kom að gasklefunum var því sagt að það ætti að fara í sturtu og því skyldi það afklæða sig áður en það færi inn. En það sem leit út eins og sturtuhausar var í rauninni pípur þar sem gasinu var dælt inn. Eftir að fólkið hafði verið drepið með gasinu voru aðrir fangar látnir draga nakin líkin út úr gasklefunum. Síðan var þeim ekið á vögnum að líkbrennsluofnunum. Skömmu síðar var aska og svartur reykur það eina sem var eftir. Til að halda helförinni leyndri voru útrýmingarbúðir reistar á afskekktum svæðum, helst langt í burtu frá Þýskalandi. STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 119 Norðursjór Eystrasalt SVÍÞJÓÐ DANMÖRK EISTLAND LETTLAND LITHÁEN SOVÉT- RÍKIN ÞÝSKALAND PÓLLAND TÉKKÓSLÓVAKÍA FRAKKLAND AUSTURRÍKI UNGVERJA- LAND RÚMENÍA JÚGÓSLAVÍA Fangabúðir, oftast með vinnubúðir í nágrenninu Útrýmingarbúðir Stórt svæði með mörgum búðum, þeirra á meðal útrýmingarbúðirnar Auschwitz-Birkenau Börn voru líka send í fangabúðir. Myndin er af pólskum börnum í Auschwitz.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=