Styrjaldir og kreppa

b Helförin Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar myrtu nasistar um sex milljónir gyðinga. Morðin voru ekki tilviljunar­ kennd heldur þaulskipulögð og framkvæmd af mikilli nákvæmni. Takmarkið var að drepa hvern einasta gyðing í Evrópu, án tillits til aldurs og kyns. Við notum orðið helför um þessa útrýmingarherferð. Hvað gerðist og hvernig gat það gerst? Gyðingahverfin Nasistar töldu að gyðingar væru skaðlegir fyrir samfélagið og því væri mikilvægt að hreinsa hernumin svæði af þeim. Árið 1939 tóku þeir að stofna gyðingahverfi, svokölluð getto, til að safna þeim saman þar sem hægt var að hafa eftirlit með þeim. Þetta voru afgirt svæði inni í bæjum. Til að koma í veg fyrir að íbúarnir hefðu samband við aðra voru steinveggir og gaddavírsgirðingar í kringum hverfin. Það var erfitt fyrir gyðinga að komast út úr þeim. Rithöfundurinn Emanuel Ringelblum bjó í gyðingahverfinu í Varsjá og hann lýsti því svona: Þýsk yfirvöld gerðu allt sem þau gátu til að loka hverfinu gersamlega. Þar var ekki hægt að komast inn með einn einasta matarbita. Steinveggur var reistur um­ hverfis það á allar hliðar. Hvergi nokkurs staðar var millimeters glufa [ ...] Lokalausnin Þótt nasistar hefðu lokað gyðinga inni í gettóum litu þeir enn á þá sem ógnun við samfélagið. Um 1940 fóru þeir að ræða hvernig væri hægt að losna við þá. Ein leiðin sem þeir ræddu var að neyða gyðinga til að flytjast út úr Evrópu, til dæmis að flytja þá til eyjarinnar Madagaskar við austurströnd Afríku. Önnur hugmynd var að skjóta alla gyðinga. En svo fundu þeir út að einföldustu, fljótlegustu og ódýrustu leiðirnar til að útrýma sem allra flestum gyðingum væri að láta þá vinna sig í hel og að drepa þá með eiturgasi. Ákvörðunin um að útrýma gyðingum í Evrópu var tekin á fundi í Wannsee utan við Berlín í janúar 1942. Þetta var ekki auðvelt verkefni; í Evrópu voru um tíu milljónir gyðinga. Hvernig ættu þeir að ná að drepa svona marga? Fangabúðir Snemma á fjórða áratug aldarinnar höfðu nasistar byrjað að byggja fangabúðir, stór afgirt svæði. Þar lokuðu þeir inni pólitíska andstæðinga sem andmæltu þeim en einnig gyðinga, samkynhneigða, sígauna og félaga í trúflokknum Vottar Jehóva. Strax eftir fundinn í Wannsee árið 1942 fóru nasistar að koma sér upp 118 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla Úr gyðingahverfinu í Varsjá í Póllandi. Á heimsstyrjaldar­ árunum stofnuðu Þjóðverjar 356 gettó í Póllandi, Rússlandi og annars staðar í Austur-Evrópu. Þangað sendu þeir gyðinga frá landsvæðum sem þeir lögðu undir sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=