Styrjaldir og kreppa

a Titanic og gömlu góðu dagarnir Titanic sökk árið 1912. Tveimur árum seinna braust fyrri heimsstyrjöldin út, stríð sem sneri öllu við hjá milljónum manna. Talað var um Titanic sem tákn fyrir „gömlu góðu dagana“ fyrir styrjöldina. Það hafði verið friður í Evrópu lengi og tæknin hafði tekið miklum framförum. Fólk var bjartsýnt og trúði að tæknin og vísindin væru um það bil að leysa öll vandamál. Svo sökk „skipið sem ekki gat sokkið“ og tveimur árum síðar byrjaði stríðið. Friðurinn og bjartsýnin tóku enda. Fyrir hina ríku og voldugu, fólk eins og farþega á fyrsta farrými í Titanic, gat tíminn fyrir slysið litið út sem „gömlu góðu dagarnir“. En gömlu dagarnir voru ekki eins góðir í hugum fátæks verkafólks í Evrópu. Á áratugunum eftir Titanic-slysið var vissulega mikið um stríð í álfunni en verkafólk fékk þó smám saman styttri vinnutíma og betri laun. Stéttamunurinn minnkaði og hjá flestum varð lífið líklega heldur betra en áður. NÆRMYND 10 STYRJALDIR OG KREPPA : Titanic - samfélag í smækkaðri mynd Loftskeytamaðurinn í Titanic hafði bestu samskiptatækni sem þá var til. Hvernig gat áhöfn Titanic leitað hjálpar? Tvær leiðir voru til að biðja um hjálp frá öðrum skipum. Önnur var sú að skjóta upp neyðarblysum í von um að fólk á öðrum skipum sæi þau. Það var líka gert en bar ekki árangur. Hin leiðin var að senda neyðarskeyti með loftskeytasendi. Þá var notaður svokallaður þráðlaus sími sem var nýleg uppfinning. Með honum var hægt að senda skeyti á morsstafrófi, sem er sett saman af stuttum og löngum merkjum. Loftskeytamenn tóku á móti merkjunum og þýddu þau yfir á venjulegt letur. Titanic var raunar eitt fyrsta skipið sem notaði nýja alþjóðlega neyðartáknið SOS. Bókstafirnir SOS standa ekki fyrir nein sérstök orð en þeir voru valdir vegna þess að auðvelt er að þekkja þá á morsletri, þrjú stutt merki, þrjú löng, þrjú stutt. Morstáknin voru í notkun sem opinber neyðartákn allt til ársins 1999.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=