Styrjaldir og kreppa

a 19 Lestu klausuna úr ræðu Churchills á bls. 110. a Ræðan er fræg. Hvers vegna ætli það sé? b Hverju vildi Churchill koma til leiðar með ræðunni? 20 Lestu frásögn Shizuko Tagaki á bls. 114. Er hún vottarheimild eða sagnarheimild? Rökstyddu svarið. Kjarni * Síðari heimsstyrjöldin stóð yfir frá því í september 1939 til ágúst 1945. Þjóðverjar, Japanir og Ítalir börðust við Breta, Frakka, Bandaríkjamenn og Sovétmenn. * Í fyrstu gekk Þjóðverjum og Japönum betur og þeir lögðu stór landsvæði undir sig. En árið 1942 fór gengið að snúast bandamönnum í hag og að lokum sigruðu þeir í stríðinu. * Stríðið kom illa niður á almenningi. Báðir aðilar gerðu loftárásir til að skelfa fólk í borgum. Þjóðverjar og Japanir frömdu auk þess víða fjöldamorð á varnarlausu fólki. Þá voru milljónir manna sviptar frelsi um árabil vegna þess að lönd þeirra voru hernumin af útlendum herveldum. STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 117 TÍMAÁS 1937: Japanir ráðast inn í Kína 1930 1935 1940 1945 1950 1940: Apríl: Þjóðverjar hernema Danmörku og Noreg Maí: Þjóðverjar ráðast inn í Holland, Belgíu og Frakkland Júní: Þjóðverjar byrja loftárásir á Bretland 1939: Þjóðverjar ráðast inn í Pólland. Bretar og Frakkar segja Þjóðverjum stríð á hendur 1941: Júní: Þjóðverjar ráðast inn í Sovétríkin. Desember: Japanir ráðast á Pearl Harbour. Bandaríkjamenn lýsa stríði á hendur Japönum og Þjóðverjum 1942: Japanir hertaka Singapore 1943: Sovétmenn sigra Þjóðverja við Stalíngrad 1944: D-dagur. Bandamenn ráðast á her Þjóðverja í Normandí 1945: Maí: Þjóðverjar gefast upp Ágúst: Bandaríkjamenn kasta atómsprengjum á Japan. Japanir gefast upp Heimildavinna 18 Lestu ljóðið eftir Nordahl Grieg á bls. 108. a 17. maí er þjóðhátíðardagur Norðmanna? Hvers vegna segir skáldið að enginn fáni blakti á fánastönginni þann dag? b Hvers vegna segir skáldið að einmitt nú finnum við hvað frelsi sé? c Hvaða tilfinningar tjáir þetta erindi? Lýstu því með eigin orðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=