Styrjaldir og kreppa

a 116 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla Finndu svar 1 Hvað gerðist 9. apríl 1940? 2 Hvað felst í því að land sé hernumið? 3 Hvað er átt við með að skip sigli í skipalest í stríði? 4 Hvers vegna var flutningur með skipalestum mikilvægur fyrir Breta? 5 Að hvaða leyti var stríðið öðruvísi á austurvígstöðvunum en í Vestur- Evrópu? 6 Hvað gerðist í Pearl Harbour 7. desember 1941? 7 Hvaða dagur er kallaður D-dagurinn? 8 Hvernig lauk stríðinu milli Bandaríkjamanna og Japana? Umræðuefni 9 Þjóðverjar höfðu vonað að sprengju­ árásir þeirra á breskar borgir drægju úr vilja Breta til að berjast. Hvers vegna gerðist það ekki? 10 Var rétt af Bandaríkjamönnum að sprengja kjarnorkusprengjur yfir Hiroshima og Nagasaki? 11 Síðari heimsstyrjöldinni er oft lýst sem stríði milli hinna góðu og illu. Hverjir voru þá hinir góðu og hverjir hinir illu? Er rétt að segja að annar aðilinn hafi verið góður en hinn illur? Þjálfaðu hugann 12 Hvaða orð eða nöfn eiga ekki heima með hinum? a London – Hiroshima – Dresden – Ósló b Adolf Hitler – Winston Churchill – Nordahl Grieg – Jósep Stalín c sprengjuflugvél – skipalest – kafbátur – herskip d Napoleon Bonaparte – Adolf Hitler – Jósep Stalín – Neville Chamberlain Viðfangsefni 13 Skoðaðu tímaásinn á bls. 117. Búðu til tímaás um árin 1937–45. a Teiknaðu tímaás og skrifaðu á hann alla atburði sem eru nefndir í kaflanum á bls. 108–115. b Mikilvægur atburður sem hefur miklar breytingar í för með sér er gjarnan sagður marka tímamót . Gerðu upp við þig hvaða atburðir á tímaásnum hafi markað tímamót og einkenndu þá með sérstökum lit. c Teiknaðu litlar myndir af tímamóta­ atburðunum, eitthvað sem gefur hugmynd um hvað gerðist. 14 Búðu til myndaröð í tölvu af atburðum síðari heimsstyrjaldar. Finndu myndir á netinu. 15 Á árinu 1944 framleiddu Banda­ ríkjamenn eina flugvél á fimm mínútna fresti. Reiknaðu út hvað þeir framleiddu margar flugvélar á einum klukkutíma, á einum sólarhring og á heilu ári. 16 Notaðu yfirlitið á bls. 115 yfir fjölda fallinna í heimsstyrjöldinni. a Notaðu reikniforrit til að búa til stöplarit sem sýnir fjölda látinna í Sovétríkjunum, Kína, Póllandi, Japan, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Bretlandi. b Reiknaðu út hve margir dóu samtals af þjóðum bandamanna (Sovétmanna, Bandaríkjamanna, Breta og Frakka) og hve margir af þjóðum öxulveldanna (Þjóðverja, Japana og Ítala). Búðu til myndrit sem sýnir hlutfall þeirra sem fórust frá hvorum aðila fyrir sig. 17 Teiknaðu Evrópukort. Litaðu Þýskaland í einum lit og löndin sem Þjóðverjar lögðu undir sig í stríðinu í öðrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=