Styrjaldir og kreppa

a STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 115 Svona leit japanska borgin Hiroshima út eftir að kjarnorku­ sprengjan hafði sprungið yfir henni. Klukkan stansaði þegar sprengjan sprakk. rúst. Þremur dögum seinna köstuðu Bandaríkjamenn annarri atómsprengju á borgina Nagasaki. Þessar tvær sprengjur drápu samtals 200.000 manns. Auk þess þjáðust margir lengi eftir þetta af alvarlegum skaða af geislum. Þetta er í eina skiptið sem kjarnorku­ sprengjum hefur verið beitt í styrjöld. Bandaríkjamenn töldu að það væri áhrifamesta leiðin til að ljúka stríðinu. Ef þeir hefðu ekki beitt sprengjunum hefðu þeir líklega orðið að ráðast inn í Japan. Styrjöldin hefði staðið lengur og kostað marga ameríska hermenn lífið. En margir hafa líka haldið því fram að Bandaríkjamenn hafi fyrst og fremst viljað prófa þetta nýja vopn og sýna heiminum að þeir hefðu fundið upp áhrifameira vopn en allir aðrir. Hver sem ástæðan var kom stríðið enn og aftur mest niður á almenningi. Átta dögum eftir að fyrri atóm­ sprengjunni var kastað gáfust Japanir upp og síðari heimsstyrjöldinni lauk. Mannfall í síðari heimsstyrjöld Enginn veit nákvæmlega hve margir fórust í styrjöldinni en giskað hefur verið á 50–55 milljónir. Hér eru tölur um mannfall í ein- stökum löndum. Íslendingar sem fórust voru flestir sjómenn og farþegar á skipum sem voru skotin niður. Sovétríkin 27.000.000 Kína 10.000.000 Pólland 6.028.000 Þýskaland 6.000.000 Japan 2.000.000 Júgóslavía 1.706.000 Frakkland 653.000 Grikkland 520.000 Austurríki 485.000 Rúmenía 460.000 Ungverjaland 420.000 Ítalía 410.000 Bandaríkin 407.500 Tékkóslóvakía 400.000 Bretland 388.000 Holland 210.000 Belgía 88.000 Finnland 84.000 Noregur 10.000 Ísland 150 NÆRM Y N D STRÍÐ eftir Ara Jósefsson Undarlegir eru menn sem ráða fyrir þjóðum Þeir berjast fyrir föðurland eða fyrir hugsjón og drepa okkur sem eigum ekkert föðurland nema jörðina enga hugsjón nema lífið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=