Styrjaldir og kreppa

a 114 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla Þýska borgin Dres- den var nánast lögð í rúst í loftárásum í febrúar 1945. tvennum vígstöðvum, eins og í fyrri heimsstyrjöldinni, og það var þeim ofviða til lengdar. Í febrúar 1945 réðust herir Vesturveldanna og Sovétríkjanna inn í Þýskaland, sinn hvorum megin. Þýskir hermenn höfðu unnið mörg grimmdarverk en nú voru það óbreyttir þýskir borgarar sem fengu að þjást. Rússnesku hermennirnir voru margir í hefndarhug og það kom niður á þýskum almenningi. Einkum var mörgum þýskum konum nauðgað. Þjóðverjar urðu líka fyrir loftárásum. Harkalegasta árásin var gerð á borgina Dresden sem bandamenn réðust á í febrúar 1945. Þar komu sprengjurnar af stað gífurlegum eldsvoða og 120.000 manns fórust. Þegar Sovétherinn nálgaðist Berlín skildi Hitler að stríðinu var lokið. Hann framdi sjálfsvíg 30. apríl 1945. Þann 7. maí gáfust Þjóðverjar upp. Stríðinu í Evrópu var lokið. Kjarnorkusprengjum varpað á Japan Stríðið milli Bandaríkjamanna og Japana hélt áfram. Að lokum gripu Bandaríkjamenn til þess að beita nýju og grimmilegu vopni, kjarnorkusprengju. Fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað á japönsku borgina Hiroshima 6. ágúst 1945. Shizuko Tagaki var þá skólastúlka í Hiroshima. Svona lýsti hún þeim degi: 6. ágúst – á fallegum sumarmorgni – gekk ég í skólann og var þar úti á gangi þegar var eins og jörðin spryngi í blindandi ljósi. Allt hrundi saman í kringum mig og ég grófst undir gleri og timbri. Þegar ég rankaði við mér aftur fannst mér að það væri komin nótt því að loftið var kolsvart en sólin sást eins og hvít kúla. Allt í kringum mig var í rúst. Einhver dró mig út og sagði að við yrðum að komast undan logunum. Á leiðinni út sá ég dauða og brennda mannslíkama liggjandi út um allt á skólalóðinni. Þar sem hafði verið íþróttavöllur sá ég manneskju sem fötin höfðu brunnið utan af. Það var stúlka sem snerist í hring eftir hring meðan húðin eins og flettist af henni í stórum flygsum. Atómsprengjan sem var sprengd yfir Hiroshima drap þriðjung íbúanna og lagði tvo þriðju hluta borgarinnar í Atómsprengja er búin hleðslu úr geislavirka frumefninu úran eða plúton. Atómsprenging er framkölluð með því að sundra atómkjörnum efnisins og mynda þannig gífurlegan hita og geisla- virkni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=