Styrjaldir og kreppa

Brátt tóku Japanir fleiri breskar og franskar nýlendur og sumarið 1942 réðu þeir stórum hluta af Suðaustur-Asíu. Þeir litu á sig sem frelsisher sem losaði Asíu undan stjórn nýlenduríkjanna. Í mörgum nýlendum voru til andspyrnuhreyfingar gegn nýlenduveldunum. En Japanir reyndust enn þá grimmari herrar en Evrópumenn. Þess vegna snerust andspyrnuhreyfingarnar gegn þeim líka. Gagnsókn bandamanna Þó að Þjóðverjar og Japanir hefðu lagt undir sig mikil landsvæði var stríðsgæfan að snúast gegn þeim. Á árinu 1941 komu bæði Sovétríkin og Bandaríkin inn í stríðið með bandamönnum. Þetta voru geysistór lönd sem gátu framleitt óhemjumikið af vopnum og flugvélum. Árið 1944 framleiddu amerískar verksmiðjur að meðaltali eina flugvél á hverjum fimm mínútum. Sovétmenn náðu yfirhönd á austurvígstöðvunum á árinu 1943. Samtímis söfnuðust amerískir, breskir og franskir hermenn saman á Suður- Englandi og bjuggu sig undir að ráðast á Þjóðverja í Frakklandi. Sú árás byrjaði 6. júní 1944, á degi sem var kallaður D-dagur. Hundruð skipa fluttu hermenn bandamanna í land á fimm stöðum á strönd Normandí. Á einum mánuði var milljón manna flutt frá Englandi yfir Ermarsund. Nú urðu Þjóðverjar að berjast á a STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 113 Bandaríska flotahöfnin Pearl Harbour á Hawaii varð fyrir loftárás Japana í desember 1941.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=