Styrjaldir og kreppa

íbúum. Hitler dreymdi um að gera Rússland að þýskri nýlendu. Auk þess höfðu nasistar aðra sýn á fólk í Austur-Evrópu. Þeir litu á íbúa Vestur- Evrópu sem nokkurn veginn jafningja, sérstaklega Norðurlandabúa. En Rússa, Úkraínumenn, Hvítrússa og einkum gyðinga, töldu þeir af óæðri kynþáttum. Þessi afstaða leiddi til þess að Þjóðverjar fóru verr með íbúa Sovétríkjanna en Vesturlandabúa. Víða voru heilu þorpin brennd til grunna og íbúar myrtir, karlar, konur og börn. Sérstakar herdeildir nasista höfðu það hlutverk að drepa gyðinga og kommúnista á svæðum sem Þjóðverjar höfðu lagt undir sig. Á hálfu ári myrtu Þjóðverjar hálfa milljón gyðinga í Sovétríkjunum. Margir höfðu þjáðst undir harðstjórn Stalíns í Sovétríkjunum og hefðu því getað litið á Þjóðverja sem frelsara sína. En þeir komu svo grimmilega fram að fólk tók tryggð við Stalín og barðist af hörku á móti innrásarliðinu. Mótspyrnan var miklu harðari en Þjóðverjar höfðu gert ráð fyrir. Í janúar 1943 töpuðu þeir úrslitaorrustu við borgina Stalíngrad (nú Volgograd). Eftir það tók þýski herinn að hörfa undan sovéska hernum. Japanir gera árás Þann 7. desember 1941 var næstum allur Kyrrahafsfloti Bandaríkjanna kominn saman í höfninni Pearl Harbour á Hawaii. Það var sunnudags­ morgunn, flestir sjóliðarnir voru í fríi, ýmist sofandi eða að borða morgunmat. Skyndilega fylltist himinninn af japönskum herflugvélum og sprengjum rigndi yfir skip og byggingar. Þarna var 18 amerískum herskipum sökkt, eða þau sköðuð, og yfir 2.000 sjóliðar og hermenn voru drepnir. Eftir þetta fóru Bandaríkin í stríðið á móti Japönum og Þjóðverjum. Þjóðverjar vildu ríkja yfir Evrópu og Japanir yfir miklum hluta Asíu. Þegar á árinu 1937 höfðu þeir ráðist inn í Kína og árið 1941 voru þeir tilbúnir að leggja undir sig ný landsvæði umhverfis Kyrrahaf. Um leið og Japanir réðust á Pearl Harbour hófu þeir sókn á Malakkaskaga í Suðaustur-Asíu og réðust á borgina Singapore. Það var mikilvægur verslunarstaður, undir yfirráðum Breta, og varinn af fjölmennu bresku herliði. Bretar trúðu ekki að her Asíuríkis gæti ógnað liði breska heimsveldisins. En þar höfðu þeir rangt fyrir sér. Í febrúar 1942 urðu Bretar að gefast upp og Japanir tóku 100.000 manns til fanga. a 112 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla ÁSTRALÍA BURMA SIAM KÍNA SOVÉTRÍKIN NÝJA GÍNEA FILIPPSEYJAR GUAM TAIWAN JAPAN HAWAII BORNEO JAVA MALASÍA SÚMATRA CAROLINEYJAR MARSHALL- EYJAR H O L L E N S K A R N Ý L E N D U R GILBERTS- EYJAR SALOMONS- EYJAR Kortið sýnir svæðið sem Japanir höfðu stjórn á þegar veldi þeirra var mest í styrjöldinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=