Styrjaldir og kreppa
a STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 111 Skipalest: Flutningaskip sem sigla saman og eru varin af herskipum. Kortið sýnir hve stórum hluta Evrópu Þjóðverjar og bandamenn þeirra réðu árið 1940. Þá voru Bretar orðnir einir eftir í stríði við Þjóðverja. Önnur ríki, til dæmis Spánn og Svíþjóð, voru hlutlaus og það voru Sovétríkin enn á þeim tíma sem kortið er miðað við. Matr9_Hist_6.2 Þjóðverjar reyndu að stöðva vöruflutninga frá Bandaríkjunum með því að láta kafbáta sökkva flutningaskipunum. Í upphafi stríðsins tókst að sökkva mörgum skipum. Áhafnir skipanna voru í sífelldri lífshættu. En til að verja sig gegn kafbátaárásum fóru flutningaskipin að sigla í skipalestum sem herskip vörðu. Smám saman komust bandamenn upp á lag með að finna kafbátana og þróuðu áhrifaríkari vopn til að sökkva þeim. Á síðari árum stríðsins voru það kafbátasjómenn sem lifðu í mestri lífshættu. Á þýskum kafbátum voru samtals 40.000 manns; aðeins 10.000 þeirra lifðu stríðið af. Nasistar herja í austur Þann 22. júní 1941 réðust Þjóðverjar inn í Sovétríkin. Sú árás kom enn á óvart og Þjóðverjum tókst að leggja mikið landsvæði undir sig áður en Rússar gátu snúist almennilega til varnar. Þó var stríðið öðruvísi á austurvígstöðvunum en í Vestur- Evrópu. Í vestri vildu Þjóðverjar bara koma í veg fyrir árás en í austri vildu þeir vinna land handa þýskum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=