Styrjaldir og kreppa

a 110 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla Forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, gefur sigurmerkið V sem táknaði enska orðið victory (sigur). Ræður hans hjálpuðu Bretum mikið til að halda kjarki á stríðsárunum. Flóttinn frá Dunkirk vorið 1940. Bresk skip með hermönnum á siglingu á Ermarsundi. Nýr forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, hélt ræðu í þinginu 4. júní 1940, þegar komið var í ljós að Frakkar höfðu verið sigraðir. Þar sagði hann meðal annars: Við munum halda út allt til enda. Við munum berjast í Frakklandi, við munum berjast á höfum úti, við munum berjast í lofti með vaxandi trausti og styrk. Við munum verja eyju okkar hvað sem það kostar. Við munum berjast á ströndum, við munum berjast á vegum, ökrum, götum, við munum berjast í fjöllum, við gefumst aldrei upp. Orrustan um Atlantshaf Sumarið 1940 voru Bretar orðnir einir í baráttunni við Þjóðverja, sem réðu nú næstum allri Evrópu vestan Sovétríkjanna. Stríðið krafðist mikils af vopnum, skotfærum, olíu og mat. Bretar voru mjög háðir öðrum um allar slíkar nauðsynjar, sérstaklega Bandaríkjamönnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=