Styrjaldir og kreppa

Þjóðverjar hernemaVestur- Evrópu Eldsnemma morguns 9. apríl 1940 ruddist þýskt herlið inn í Danmörku. Á sömu stundu sigldu þýsk herskip inn til norsku borganna Óslóar, Kristjánssands, Stavanger, Björgvinjar, Þrándheims og Narvíkur. Árásin kom á óvart í báðum löndunum. Danska ríkisstjórnin gafst strax upp, enda voru Danir í vonlausri varnaraðstöðu. Norska stjórnin ákvað hins vegar að veita andspyrnu. En Norðmenn voru illa búnir undir stríð. Á fjórum vikum náðu Þjóðverjar öllum Suður-Noregi, en í norðurhluta landsins börðust breskir, franskir og pólskir hermenn með Norðmönnum mánuði lengur. En 10. júní gáfust þeir upp þegar bandalagsþjóðir Norðmanna fóru úr landi til þess að berjast við Þjóðverja í Frakklandi. Þjóðverjar höfðu nefnilega ráðist inn í nágrannalönd sín í vestri 10. maí. Þar kom árás þeirra líka á óvart. Hollendingar, Belgar og Frakkar voru sigraðir á nokkrum vikum. Eftir það var suðurhluti Frakklands undir stjórn þeirra Frakka sem unnu með Þjóðverjum en norðurhluti landsins var hernuminn af Þjóðverjum. Sumarið 1940 náðu Þjóðverjar þannig að hernema Danmörku, Noreg, Holland, Belgíu og Frakkland. Þetta voru allt lýðræðisríki þar sem fólk var vant að mega segja það sem því sýndist. En nú var lýðræðið lagt niður og Þjóðverjar ákváðu hvernig skyldi stjórnað. Þeir settu margar nýjar og strangar reglur. Þeir sem unnu gegn Þjóðverjum voru fangelsaðir eða drepnir. Fólk lifði í stöðugum ótta um að það yrði handtekið sjálft eða einhverjir sem það þekkti. a STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla 109 Hernám: Þegar eitt ríki sendir her inn í annað ríki og tekur stjórn landsins með valdi. Þúsundir heimila á Bretlandi voru lögð í rúst. Loftárásir á Bretland Næst ætlaði Hitler að sigra Breta. Þúsundir þýskra herflugvéla þutu yfir Bretland og köstuðu sprengjum á flugvelli, verksmiðjur og íbúðahverfi. Meðan sprengjurnar féllu dvaldist fólk nótt eftir nótt í loftvarnarbyrgjum sem það hafði búið til sjálft. Samtals fórust um 60.000 Bretar í loftárásum Þjóðverja. Um miðjan október hafði Bretum tekist að skjóta niður svo margar þýskar flugvélar að Þjóðverjar urðu að hætta við áform sín um innrás í Bretland. En haldið var áfram í marga mánuði að kasta sprengjum á breskar borgir. Tilgangurinn var að deyfa vilja Breta til að halda stríðinu áfram. En það tókst ekki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=