Styrjaldir og kreppa

a 108 STYRJALDIR OG KREPPA : Stríðið sem kom við alla Síðari heimsstyrjöldin Þýskir hermenn hjóla inn í Ósló þann 25. apríl 1940. Þann 3. september 1939 beið fólk spennt við útvarpstækin í Bretlandi. Forsætisráðherrann, Neville Chamber­ lain, ætlaði að flytja ávarp. Flestir höfðu þegar giskað nokkurn veginn á hvað hann mundi segja en það var samt hræðilegt að heyra: „Land okkar er í stríði við Þýskaland.“ Oft er talað um Breta og Þjóðverja sem höfuðandstæðingana í síðari heimsstyrjöldinni. En margar aðrar þjóðir tóku þátt í henni. Japanir og Ítalir voru voldugustu bandamenn Þjóðverja. Auk Frakka, sem sögðu Þjóðverjum stríð á hendur um leið og Bretar, tóku bæði Bandaríkin og Sovétríkin þátt í stríðinu með þeim. Til viðbótar komu mörg lönd inn í stríðið þegar Þjóðverjar réðust á þau. Sautjándi maí 1940 Á Eiðsvelli stöngina auða yfir angandi limið ber. En fyrst nú í dag vér finnum hvað frelsið í rauninni er: Um landið fer sigrandi söngur er svellur frá ströndu til fjalls, þó að hvísli honum hálfluktar varir undir heroki kúgaravalds. Upphaf kvæðis eftir norska skáldið Nordahl Grieg í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Eiðsvöllur er helgur staður í hugum Norðmanna síðan þar var haldið stjórnlagaþing sem samdi fyrstu stjórnarskrá Noregs árið 1814. Höfuðandstæðingar í síðari heimsstyrjöldinni Öxulveldin Bandamenn Þjóðverjar Bretar Ítalir Frakkar (til 1940) Japanir Bandaríkin (frá 1941) Sovétríkin (frá 1941)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=