Styrjaldir og kreppa

Stríðið sem kom við alla „Loftvarnarflautan vældi um klukkan hálf-fjögur og við heyrðum bæði flugvélarhljóð og mikla skothvelli. Svo fylltist himinninn af sprengjuflug­ vélum. [...] Ég var dauðhrædd næstu tvo tíma. Minn litli heimur hrundi í kringum mig. Hávaðinn var verstur, sprengjur sem féllu og næstum stöðug skothríð. Þegar merkið „Hætta liðin hjá“ heyrðist og við fórum loksins út úr loftvarnarbyrginu var það eins og að koma í helvíti. Það var ótrúleg sjón. Sólin var horfin bak við ógurleg reykský. Allt í kringum okkur loguðu hús. Næstum allt lauf var horfið af trjánum og út um allt voru rústir af hrundum húsum. Fólk bara stóð og horfði hvert á annað lamað. [...] Rétt hjá okkur höfðu sprengjurnar jafnað þrjú hús við jörðu og allir sem þar voru höfðu dáið.“ Svona lýsti Pauline Edmonson, 13 ára gömul stúlka, atburðum dagsins 7. september 1940 í úthverfi í London. Síðari heimsstyrjöldin, 1939–45, sneri öllu við fyrir fólki um næstum því allan heim. Stríð var ekki lengur nokkuð sem kom einkum við hermenn. Þetta var stríðið sem náði til allra. Alls féllu yfir 50 milljónir manna í stríðinu, meira en helmingur þeirra voru almennir borgarar. Hvers vegna þurftu svona margir að deyja? Markmið * Segja frá síðari heimsstyrjöldinni sem meiri háttar ófriði á 20. öld og greina frá orsökum hennar og afleiðingum. * Leita að heimildum um síðari heimsstyrjöldina, meta þær með gagnrýni og sýna hvernig ólíkar heimildir geta sagt söguna ólíkt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=