Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans 105 52 Finnið á netinu fimm ólíka staði þar sem er fjallað um Þjóðabandalagið (Leage of Nations, Folkeforbundet). Gætið þess að þetta séu í rauninni ólíkar netsíður, ekki bara ólíkir hlutar sömu síðu. a Hverjum af þessum fimm netsíðum getið þið treyst? Athugið þetta: – Hver stendur á bak við síðuna? – Hver er tilgangur hennar? – Hvernig lítur hún út? Er til dæmis vísað til heimilda? Er hægt að hafa samband við þá sem standa að síðunni? Er vefsíðan dagsett? – Kemur það sem stendur á vefsíðunni heim og saman við aðrar síður og Kjarni * Á fjórða áratug 20. aldar brutu einræðisherrarnir Hitler og Mussolini hvað eftir annað alþjóðlega samninga. Ítalir lögðu Eþíópíu undir sig árið 1935 og sama ár innleiddi Hitler herskyldu í Þýskalandi í trássi við Versalasamninginn. Árið 1938 var Austurríki innlimað í Þýskaland og Hitler heimtaði að fá hluta af Tékkóslóvakíu þar sem margt þýskumælandi fólk átti heima. * Bretar og Frakkar féllust á að Þjóðverjar innlimuðu hluta af Tékkóslóvakíu gegn því að Hitler lofaði að leggja ekki fleiri svæði undir sig. Vorið 1939 innlimuðu Þjóðverjar svo það sem var eftir af Tékkóslóvakíu og réðust inn í Pólland í september. * Þá sögðu Bretar og Frakkar Þjóðverjum stríð á hendur og það varð upphafið að síðari heimsstyrjöldinni. heimildir? b Notið þær upplýsingar sem þið hafið fundið til að semja með ykkar eigin orðum stuttan texta um Þjóðabandalagið. Heimildavinna 53 Skoðaðu skopmyndina á bls. 103. a Hvað eru Hitler og Stalín að gera á myndinni? b Hvaða boðskap vill teiknarinn koma á framfæri? c Hvort haldið þið að myndin hafi verið teiknuð og birt áður en Hitler réðst inn í Sovétríkin eða eftir? d Neðst á myndina er skrifað: „Wonder how long the honeymoon will last?“ Hverju er teiknarinn að spá með þessum orðum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=