Styrjaldir og kreppa

b 104 STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans Finndu svar 40 Hvernig braut Hitler Versala­ samninginn? 41 Um hvað var samið í Münchenar­ samningnum? 42 Hvers vegna vildu stjórnmálamenn í Bretlandi og Frakklandi hafa gott samkomulag við Hitler? 43 Hvers vegna skall á styrjöld haustið 1939? Umræðuefni 44 Hvað hefðu Bretar og Frakkar getað gert til að stöðva útrás Hitlers fyrr? Hvað hefðu þeir átt að gera? 45 Hvað heldur þú að hefði gerst ef Hitler hefði gengið vel sem listmálara og hann hefði ekki orðið stjórn- málamaður? Hefði Þýskaland þá lent undir stjórn nasista? Hefði orðið stríð? 46 Hvers vegna kom það á óvart þegar Hitler og Stalín gerðu griðasáttmála árið 1939? Þjálfaðu hugann 47 Hver á ekki heima hér? a Chamberlain – Hitler – Stalín – Mussolini b Eþíópía – Pólland – Austurríki – Tékkóslóvakía c orrustuflugvél – skriðdreki – atómsprengja – herskylda Viðfangsefni 48 Búðu til fimm spurningar um efni kaflans. Raðið ykkur svo saman tvö og tvö og spyrjið hvort annað. 49 Teiknið landakort af Evrópu (eða fáið ómerkt Evrópukort hjá kennaranum). Litið Þýskaland í einum lit og landsvæðin sem voru innlimuð í Þýskaland á árinu 1938 í öðrum. 50 Búið til tímaás yfir árin 1919–39 og skrifið inn á hann mikilvæg ártöl sem þið finnið í kaflanum. a Hverjir atburðanna finnst ykkur mikilvægastir? b Ræðið við aðra í bekknum hvaða atburðir séu mikilvægastir, reynið að koma ykkur saman um einhverja þrjá og merkið þá með rauðum lit á tímaásnum. 51 Veljið einn atburð frá 1938 eða 1939 sem er sagt frá í kaflanum. Búið til forsíðu á dagblaði þar sem þessi atburður er nýjasta fréttin. Á forsíðunni á að vera nafn blaðsins, dagsetning, fyrirsögn og stutt ágrip um atburðinn. Þið megið ákveða hvaða afstöðu blaðið á að hafa til atburðarins. Veljið á milli þessara kosta: a þýskt nasistablað b breskt frjálslynt blað c íslenskt jafnaðarmannablað d rússneskt kommúnistablað

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=