Styrjaldir og kreppa

b 102 STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans Friður um vora daga Forsætisráðherra Breta, Neville Chamberlain. Bannið kom ekki nógu tilfinnanlega við Ítali til að Mussolini hætti árásinni. Eftir nokkra mánuði höfðu Ítalir unnið landið og gert Eþíópíu að ítalskri nýlendu. Þjóðabandalagið hafði reynt að stöðva Mussolini en mistekist. Þýska ríkið stækkar Nasistar undir forystu Hitlers vildu safna öllum Þjóðverjum saman í einu sterku þýsku þjóðríki. Þeir kölluðu allt fólk Þjóðverja sem hafði þýsku að móðurmáli þó að það ætti heima utan landamæra Þýskalands. Austurríki hafði orðið fremur lítið land eftir fyrri heimsstyrjöldina en þar töluðu flestir þýsku. Þaðan kom Hitler sjálfur og hann vildi gera Austurríki að hluta af ríki sínu. Á árinu 1938 ógnaði hann austurrískum stjórnmálamönnum með hervaldi þangað til þeir féllust á að gera nasista að forsætisráðherra. Það gerðist 11. mars. Daginn eftir réðust þýskar hersveitir inn í Austurríki og urðu ekki fyrir neinni mótspyrnu. Landið var innlimað í Þýskaland. Næst sneri Hitler sér að Súdetalandi í Tékkóslóvakíu en þar voru meira en þrjár milljónir af þýskumælandi íbúum. Hitler leit á þá sem Þjóðverja og heimtaði að landið yrði hluti af Þýskalandi. En stjórn Tékkóslóvakíu neitaði að láta Súdetaland af hendi. Bæði Frakkar og Sovétmenn lofuðu að hjálpa Tékkum ef ráðist yrði á land þeirra. Í september 1938 safnaði Hitler her við landamæri Tékkóslóvakíu og Evrópubúar óttuðust að ný stórstyrjöld væri að brjótast út. „Friður um vora daga“ Haustið 1938 kom forsætisráðherra Breta, Neville Chamberlain, heim frá fundi með Hitler í München. Frammi fyrir miklum manngrúa í London veifaði hann blaði sem þeir höfðu skrifað undir, þar sem þessu var lýst yfir: „Friður er tryggður um vora daga“. Á blaðinu stóð að Hitler og Chamberlain litu á samninginn sem þeir höfðu gert sem „tákn um þá ósk að þjóðir okkar fari aldrei framar í stríð hvor við aðra“. Frakkar og Ítalir áttu líka aðild að þessum samningi. Í honum stóð að Þjóðverjar skyldu fá Súdetaland gegn því að Hitler lofaði að gera ekki frekari landakröfur. Hvorki ríkisstjórn Tékkóslóvakíu né fólkið í landinu var spurt. Mörgum Bretum létti yfir því að ekki skyldi skella á stríð. En aðrir voru óánægðir og fannst að Bretar og Frakkar hefðu svikið Tékka, enda væri ekki hægt að treysta loforðum Hitlers. Þeir reyndust hafa rétt fyrir sér. Vorið 1939, hálfu ári eftir fundinn í München, lögðu Þjóðverjar alla Tékkóslóvakíu undir sig. Nú var það augljóst í flestra augum að markmið Hitlers var ekki bara að safna öllum Þjóðverjum í eitt ríki heldur að leggja

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=