Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans 101 Enginn stöðvar harðstjórana Hitler kannar hersveitir sínar í Berlín árið 1938. Annaðhvort verður Þýskaland heimsveldi eða það hættir að vera til. Og til að verða heimsveldi þarf Þýskaland að verða svo stórt að það nái þeim áhrifum sem það þarf nauðsynlega með. Adolf Hitler, 1924 Hitler og Mussolini áttu það sam­ eiginlegt að vilja gera ríki sín að stórveldum. Í því skyni brutu þeir alþjóðlega samninga og lögðu undir sig landsvæði. Hvers vegna leyfðu stórveldin þeim að komast upp með þetta? Hvers vegna stöðvaði enginn harðstjórana? Hitler stækkar herinn Samkvæmt Versalasamningnum frá 1919 höfðu Þjóðverjar ekki leyfi til að hafa meira en 100.000 hermenn. Eitt af því fyrsta sem Hitler gerði eftir að hann komst til valda var að stækka herinn. Á tveimur árum, 1933–35, fjölgaði hann hermönnum úr 100.000 í 300.000, sem var enn þá lítið í eins stóru landi og Þýskalandi. Árið 1935 braut Hitler enn Versala­ samninginn þegar hann innleiddi almenna herskyldu í Þýskalandi. Í viðbót við fjölgun hermanna sá Hitler um að Þjóðverjar eignuðust nýjar orrustuflug- vélar og skriðdreka. Um leið staðhæfði hann að hann hefði aðeins friðsamleg markmið í huga. Í Bretlandi og Frakklandi höfðu stjórnmálamenn áhyggjur af þessari þróun. En þeir kusu að trúa því að Hitler vildi frið. Þjóðverjum var ekki refsað fyrir að brjóta Versalasamning- inn. Ítalir vinna Eþíópíu Hinn 3. október 1935 réðust ítalskar hersveitir inn í Afríkuríkið Eþíópíu. Markmiðið var að gera landið að ítalskri nýlendu. Þjóðabandalagið mótmælti árásinni. Bæði Ítalía og Eþíópía voru í bandalaginu og það gat ekki fallist á að eitt aðildarríki réðist á annað. Því lýsti bandalagið því yfir að Ítalir hefðu brotið alþjóðalög og yrði þeim refsað með viðskiptabanni. Það merkti að önnur ríki í Þjóðabandalaginu hættu að kaupa ítalskar vörur. Herskylda: Að allir ungir menn (venjulega aðeins karlmenn) verði að vera í hernum ákveðinn tíma og fá herþjálfun. Viðskiptabann: Eitt eða fleiri ríki stöðva viðskipti við land í því skyni að knýja fram einhverja pólitíska ákvörðun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=