Styrjaldir og kreppa

b 100 STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans Finndu svar 31 Hvernig náði Mussolini völdum? 32 Hvers vegna kölluðu íslenskir nasistar flokk sinn Flokk þjóðernissinna ? 33 Hvernig komst Franco til valda á Spáni? Umræðuefni 34 Hvers vegna skyldu nasistar og fasistar hafa lagt mikla áherslu á tákn? Viðfangsefni 35 Berðu saman hvernig Hitler, Mussolini og Franco komust til valda. Skrifaðu grein þar sem þú bendir bæði á það sem var líkt og það sem var ólíkt með aðferðum þeirra. 36 Skiptið ykkur í hópa, tvö til fjögur í hverjum. Finnið það sem var líkt og það sem var ólíkt í hugmyndafræði nasista og fasista. a Strikið á blað tvo dálka og skrifið yfir þeim Nasismi og Fasismi. b Skrifið í dálkana lykilorð um einkenni hugmyndakerfanna. c Berið listana saman. Hver er einkum munurinn á hugmyndakerfunum? d Er eitthvað líkt með þeim? Skrifið það hjá ykkur. e Farið í annan hóp og berið saman niðurstöður ykkar. Heimildavinna 37 Lestu slagorð fasista á bls. 98. Hvað segja þau um hugmyndafræði þeirra? 38 Lestu klausuna á bls. 96 um fjölskyldustefnu fasista. Hvað segir hún um afstöðu þeirra til kvenna? 39 Skoðaðu málverkið Guernica eftir Picasso á bls. 99. a Hvaða áhrif hefur myndin á þig? b Hvað heldur þú að nautið eigi að tákna? c Hvað heldur þú að hesturinn tákni? d Til vinstri á myndinni er kona með barn í fanginu. Hvernig lítur barnið út? Hverju skyldi Picasso hafa viljað miðla með því að mála konuna og barnið svona? * Eftir fyrri heimsstyrjöld varð Þýskaland lýðveldi með lýðræðislega stjórnarskrá. Margir Þjóðverjar voru óánægðir með samninginn sem nýja stjórnin hafði skrifað undir, að styrjöldin væri Þjóðverjum að kenna. Þar á ofan lenti Þýskaland í efnahagskreppu. * Árið 1932 varð nasistaflokkurinn stærsti flokkurinn á þýska Ríkisþinginu. Nasistar efndu fljótlega til annarra kosninga til að ná enn þá meira fylgi. Þá fengu þeir 44% atkvæða. Síðan bannaði Hitler alla aðra flokka og gerði sjálfan sig að einræðisherra. * Á Ítalíu og á Spáni tóku fasistaflokkar völdin, Benito Mussolini á Ítalíu 1922 og Francisco Franco á Spáni 1939. * Á Íslandi var líka reynt að stofna flokk í anda fasista og nasista en hann fékk aldrei verulegt fylgi í þingkosningum. Kjarni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=