Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans 99 Guernica, málverk eftir Pablo Picasso. Árið 1937 gerði þýsk flugsveit sprengjuárás á bæinn Guernica á Norður-Spáni. Það var fyrsta loftárás í heimi sem var gerð á óbreytta borgara. Hús hrundu og brunnu til grunna. Fólk dó ýmist af því að það komst ekki út úr húsunum í tæka tíða eða var skotið niður á götunum. TÍMAÁS 1919: Mussolini stofnar fasistaflokk á Ítalíu 1915 1920 1925 1930 1935 1922: Mussolini verður forsætisráðherra á Ítalíu 1921: Hitler verður foringi Hins þjóðernissósíalíska þýska verkamannaflokks (nasistaflokksins) 1923: Hitler gerir tilraun til valdaráns 1924: Mussolini gerist einvaldur á Ítalíu 1933: Hitler verður einvaldur í Þýskalandi 1935: Nürnberg-lögin sett í Þýskalandi 1936: Borgarastyrjöld hefst á Spáni 1938: Kristalnóttin í Þýskalandi 1939: Franco verður einvaldur á Spáni verkamenn í sveitum uppreisn og lögðu lönd jarðeigenda undir sig. Sums staðar voru kirkjur og klaustur rænd og brennd í hefndarskyni fyrir stuðning kirkjunnar við jarðeigendur. Margir jarðeigendur og borgarar óttuðust að kommúnistar væru að ná völdum á Spáni og stór hluti af hernum snerist gegn ríkisstjórninni þótt hún væri löglega kosin. Uppreisnarmönnum stjórnaði fasistinn Francisco Franco (1892– 1975). Þetta leiddi til borgarastyrjaldar milli þeirra sem studdu stjórnina og fylgismanna Francos. Franco fékk hjálp frá Ítölum og Þjóðverjum, sem sendu hermenn, vopn og orrustuflugvélar á vettvang. Spænska stjórnin fékk vopn frá Sovétríkjunum og margir sósíalistar og kommúnistar í öðrum löndum gengu í her stjórnarinnar sem sjálfboðaliðar. Þannig varð borgarastyrjöldin á Spáni að alþjóðlegum átökum og valdabaráttu milli fasista og kommúnista í Evrópu. Styrjöldin stóð til 1939. Þá sigraði Franco. Hann bannaði alla stjórnmálaflokka nema sinn eigin og tók sér nafnið el Caudillo, foringinn. Á Spáni var komið á einræði fasista.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=