Styrjaldir og kreppa

b Kröfuganga íslenskra þjóðernissinna eða nasista niður Laugaveg og Austurstræti þann 1. maí 1935. 98 STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans Slagorð fasista á Ítalíu „Trúa! Hlýða! Berjast!“ „Ekkert í sögunni hefur nokkru sinni áunnist án blóðsúthellinga!“ „Stríð eru fyrir karlmenn það sem barnsfæðingar eru fyrir konur!“ „Mínúta á vígstöðvum er eins mikils virði og heilt líf í friði!“ Nokkrir íslenskir sjálfboðaliðar börðust með lýðveldissinnum í borgarastyrjöldinni á Spáni. Þeirra á meðal var Hallgrímur Hallgrímsson, sem skrifaði um reynslu sína bókina Undir fána lýðveldisins (1941). Fasismi á Íslandi Í flestum lýðræðisríkjum urðu til stjórn­ málaflokkar sem tóku fasisma Ítala og nasisma Þjóðverja sér til fyrirmyndar. Í Noregi stofnaði Vidkun Quisling fasistaflokk sem var kallaður Nasjonal Samling. En hann fékk sáralítið fylgi. Á Íslandi var stjórnmálaflokkurinn Þjóðernishreyfing Íslendinga stofnaður í apríl 1933 en árið eftir breyttist nafnið í Flokkur þjóðernissinna. Stefnuskrá flokksins bar skýr merki um áhrif frá evrópskum fasista- og nasistaflokkum. Þannig segir þar: „Vér krefjumst að í heilbrigðismálum sé þess framar öllu gætt að kynstofninn spillist eigi af völdum arfgengra sjúkdóma. Heilbrigði þjóðarinnar sé verndað og eflt á grundvelli mannkynbótafræðinnar [...]“ Blað flokksins, Íslensk endurreisn, flutti lof um Hitler og „betrunarstöðvar“ hans í Þýskalandi þar sem afbrotamenn og pólitískir fangar væru vistaðir. Flokkurinn bauð fram í nokkrum kjördæmum við alþingiskosningar 1934 og í einu kjördæmi 1937. Mest fylgi fékk hann í þessu kjördæmi, Gullbringu- og Kjósarsýslu, 1937, en það var aðeins 4,9%. Hins vegar fékk hann næstum fjórðung atkvæða í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands árið 1934. Eftir það bar lítið á flokknum og hann mun hafa verið horfinn með öllu árið 1939. Fasisminn á Spáni Á Spáni var mikill félagslegur og pólitískur ágreiningur á fjórða áratug aldarinnar. Smábændur og verkamenn vildu fá meiri völd. Jarðeigendur, auðugir borgarar, herinn og kirkjan höfðu ráðið flestu í samfélaginu og stóðu gegn þessum kröfum; þeir vildu ekki missa völdin. Árið 1936 voru þingkosningar á Spáni. Flokkar sósíalista, sem smábændur og verkamenn studdu, sigruðu. Sigur þeirra kom af stað ofbeldisaðgerðum sem nýja stjórnin náði ekki tökum á. Víða gerðu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=