Styrjaldir og kreppa

a Tækniframfarir skapa bjartsýni. Þeir sem teiknuðu Titanic töldu að skipið væri svo snilldarlega hannað að næstum ómögulegt væri að það gæti sokkið. Fólk trúði þessu auðveldlega og farið var að kalla það „skipið sem gæti ekki sokkið“. Mannkynið hafði séð margar stórkostlegar nýjungar á áratugunum á undan. Með loftskeytum var hægt að senda boð á milli landa. Með loftskipum og flugvélum gátu menn flogið eins og fuglar. Með röntgengeislum mátti skoða beinagrindur í lifandi fólki. Í kvikmyndahúsum var hægt að sjá lifandi myndir. Úr því að allar þessar ótrúlegu uppfinningar höfðu verið gerðar, hvers vegna ætti þá ekki að vera hægt að smíða skip sem gæti ekki sokkið? Á leiðinni yfir Atlantshafið fékk Titanic margar aðvaranir frá öðrum skipum um að mikill ís væri í hafinu. Skipstjórinn ákvað að sveigja svolítið til suðurs en hélt áfram á fullri ferð. Þegar vaktmaður á skipinu kom skyndilega auga á borgarísjaka fram undan var það á of mikilli ferð til að geta sveigt fram hjá honum og ísjakinn risti skipsskrokkinn neðansjávar. Löng rifa kom á skrokkinn og sjórinn streymdi inn í skipið. Það gat nefnilega sokkið eftir allt saman. Frásögn sjónarvottar Þegar einhver sem hefur séð eða lifað atburð segir frá honum köllum við það frásögn sjónarvottar eða vottarheimild. Margar frásagnir eru til eftir fólk sem lifði af Titanic-slysið. Hér eru kaflar úr bréfi sem norski farþeginn Karen Abelseth skrifaði föður sínum fljótlega eftir slysið. Karen var 16 ára gömul þegar hún sigldi með Titanic. Sunnudagskvöldið fórum við að sofa um klukkan 10. Klukkan 12 komu þeir niður og vöktu okkur. Ég vissi ekki hvað það átti að þýða þegar ég sá Adolf Humblen standa við rúmið mitt. Hann sagði að ég yrði að flýta mér upp því að við hefðum rekist á ísjaka. Þegar við komum út á ganginn voru allir komnir á fætur og báru töskurnar sínar. Kæru þið heima, ef þið hefðuð vitað hvað það var hræðilegt. Þegar við komum upp og áttum að fara út Í mörgum löndum birtu blöð fréttir af Titanic-slysinu. Hér er frétt ásamt myndum sem birtist í íslenska fréttablaðinu Austra. Enginn Íslendingur var um borð í Titanic. Skipsskrokkur: Ytra borð skips; það sem gerir mögulegt að láta skipið fljóta á vatni. 8 STYRJALDIR OG KREPPA : Titanic - samfélag í smækkaðri mynd

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=