Stöngin inn

7 aukaspyrnu og í þeirra mörkum voru þverslár. Þá vakti það kátínu að sjá kumpánana í Sheffield nota höfuðið í leik og skalla boltann. Í fyrstu voru öll knattspyrnulið skipuð áhugamönnum en árið 1885 fengu fyrstu leikmennirnir greidd laun. Á þeim tíma var einnig orðið algengt að leikmenn liða klæddust sérstökum búningum með merkjum félaganna og í viðeigandi litum. Gríðarlegur fjöldi fólks fór á völlinn því allir vildu berja hetjur sínar augum og styðja liðið sitt. Við upphaf 20. aldar þekktist að yfir 100.000 manns kæmu á knattspyrnuleik í Englandi. Knattspyrnan breiddist eins og eldur í sinu um alla heimsbyggðina og heimssamtökin FIFA voru stofnuð árið 1904. Þau höfðu það hlutverk að samræma reglur íþróttarinnar og skipuleggja heims- meistarakeppnina. Fyrstu sérhönnuðu knattspyrnuskórnir voru þungir, ökklaháir leðurskór með stálpinnum á sólunum. Þessir skór voru um hálft kíló og þyngdust mikið í bleytu. Hönnun skónna breyttist lítið næstu áratugi en um miðbik 20. aldar kom fram á sjónarsviðið í Suður-Ameríku ný gerð af knattspyrnuskóm. Þeir voru léttari og liprari en áður tíðkaðist og gáfu leikmönnum færi á að stýra boltanum og eigin hreyfingum af meiri nákvæmni og öryggi. Skórnir fengu þannig nýtt hlutverk. Á næstu árum komu skrúfutakkar til sögunnar, notkun gerviefna varð algengari og skórnir urðu sífellt léttari, liprari og litríkari. ! Melavöllurinn var þjóðarleikvangur Íslendinga í marga áratugi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=