Stöngin inn

knattspyrnan almúgaíþrótt og fyrirmennin skiptu sér ekki af henni. Þegar vinsældir leiksins jukust og menn fóru að keppa oft á ári, jafnvel á hverjum sunnudegi, þótti mörgum komið nóg. Leikurinn var illa liðinn af valdhöfum og sums staðar bannaður með lögum frá 14. öld og langt fram eftir 17. öld. Þegar leikurinn hlaut náð fyrir augum valdhafa á nýjan leik var völlurinn minnkaður og afmarkaður og fjöldinn í hvoru liði takmarkaður. Skólapiltar í fínum einkaskólum tóku leikinn upp á arma sína en samt þótti hann mjög ofbeldisfullur fyrir sanna herramenn. Þá lék hver skóli eftir eigin reglum og sjaldgæft var að skólar kepptu sín í milli. Árið 1834 kom fram í Cambridge tillaga um sam- einaðar reglur um knattspyrnuleiki. Fyrsta utanskólaliðið og um leið fyrsta knattspyrnufélagið í heiminum var stofnað árið 1857, Sheffield Football Club . Enska knatt- spyrnusambandið var svo stofnað árið 1863. Það þýddi að öll lið léku eftir sömu reglum. Fyrsta borgarkeppnin var háð árið 1875 milli London og Sheffield og elsta knattspyrnumót heims, enska bikarkeppnin, hófst árið 1871. Reglur knattspyrnunnar frá árinu 1863 eru að grunninum til sömu reglur og leikið er eftir í dag. Leikurinn stendur yfir í 90 mínútur, 11 leikmenn eru í hvoru liði og sá sigrar sem skorar fleiri mörk. En margt var með öðrum hætti. Þá var enginn dómari heldur sáu fyrirliðar um að leysa úr ágreiningi. Það voru engir markmenn, engin net í mörkum, reipi í stað þverslár og engar vítaspyrnur. Leikaðferðir voru töluvert öðruvísi og samspil miklu minna. Flestir voru í sókn og reyndu eins og þeir gátu, hver upp á eigin spýtur, að skora í mark andstæðingsins. Eftir því sem árin liðu sáu menn að samvinna skilaði meiri árangri fyrir liðið en óheft einstaklingsframtakið. Frumkvöðlarnir í Sheffield FC höfðu áhrif á þróun knattspyrnunnar með nýjungum eins og hornspyrnu, Boltinn sem leikið er með í dag er gerður úr léttum gerviefnum sem þola vel bleytu. Keppnisbolti er 68–70 sentimetrar í þvermál og vegur 410–450 grömm. Boltinn er settur saman úr 32 einingum, 20 sexhyrningum og 12 fimmhyrningum. Fyrr á tímum var ýmislegt notað sem fótbolti, hauskúpur dýra, svínsbelgir fylltir með heyi eða sagi og þvagblaðra úr kúm og svínum. Stundum voru boltarnir klæddir með leðri. Árið 1855 var gerður fyrsti fótboltinn úr gúmmíi. Smátt og smátt komst á sú regla að leikið væri með gúmmíblöðru, klædda leðri. Leðurboltar gátu hins vegar orðið þungir í bleytu og oft skapað hættu á meiðslum þegar tuðran var skölluð. ! 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=