Stöngin inn

5 Íslenskir knattspyrnumenn og danskir skátar kepptu á Melavellinum 1913. Ágrip af sögu knattspyrnunnar Í sögu mannkyns má finna marga leiki sem felast í því að koma bolta með margvíslegum hætti í mark. Þannig má rekja knattspyrnuna margar aldir aftur í tímann og er álitið að forfaðir hennar hafi verið íþróttin zu qiu sem leikin var í Kína fyrir meira en 2000 árum síðan. Knattspyrna var vinsæl íþrótt í Englandi á miðöldum. Þá var leikurinn líkari hópslagsmálum milli þorpa og bæjarhluta en agaðri íþrótt. Keppt var til hátíðabrigða einu sinni á ári. Mörkin voru sitt í hvorum enda leiksvæðisins en leikurinn hófst einhvers staðar miðsvæðis. Síðan börðust menn við að koma boltanum í mark mótherjanna, gegnum stræti og torg, garða og engi. Var öllum brögðum beitt og ekki var óalgengt að menn beinbrotnuðu í átökunum. Á þessum tíma var ! Knattspyrnubúningar hafa tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Fyrstu búningarnir voru hnébuxur, hnésokkar og prjónaðar hnepptar ermalangar treyjur. Við upphaf 20. aldar sást fyrst í hné knattspyrnumanna og röndóttar skyrtur með kraga urðu algengari. Á næstu áratugum urðu búningarnir léttari, skálmar og ermar styttust og litagleðin jókst. Nú eru búningar félagsliða og landsliða mikilvægur söluvarningur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=