Stöngin inn

4 Ef þú ferðast til fjarlægra landa eru allar líkur á því að þú getir tekið þátt í knattspyrnuleik og leikið eftir sömu reglum þar og gilda hér á Íslandi. Enda er ekki margt sem þarf til: Völl, einn bolta, tvö lið og tvö mörk. Það er hægt að rökræða knattspyrnu út í hið óendanlega. Var þetta fallegt mark? Hvaða lið er best? Var þetta réttlátur dómur? Hver er besti leikmaðurinn? Þannig vekur knattspyrna ekki aðeins áhuga þeirra sem að æfa íþróttina, heldur njóta þess margir að horfa á knattspyrnuleiki, ræða leikinn og sumum þykir gaman að spila knattspyrnu í tölvuleikjum. Knattspyrnu fylgir bæði gleði og sorg. Margir verða leiðir, hryggir, sorgmæddir og jafnvel reiðir ef knattspyrnuliðið þeirra tapar leik. Að sama skapi fyllast þeir stolti, gleði, og jafnvel ofsakæti ef liðið sigrar. Sætustu sigrarnir verða oft á erkifjendum og nágrönnum. Þannig þykir fylgismönnum Fimleikafélags Hafnarfjarðar (FH) ekki óskemmtilegt að sigra Hauka. Þú getur fundið ýmsar skemmtilegar upplýsingar um knattspyrnu á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Veist þú til dæmis hvað vítapunkturinn á að vera langt frá marki? ? Það þarf ekki margt til: Völl, einn bolta, tvö lið og tvö mörk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=