Stöngin inn

3 Stöngin inn Boltinn flýgur upp í samskeytin á seinustu andartökum leiksins. Framherjinn skorar með glæsilegri bakfallsspyrnu* eftir hárnákvæma sendingu. Hvílíkt mark! Áhorfendur standa á fætur og fagna gríðarlega. Sigurinn er í höfn í þessum úrslitaleik mótsins. Sigurvegararnir hlaupa fagnandi að áhorfendum en mótherjarnir lúta í gras, hnípnir. Hver hefði trúað því að nýliðarnir myndu standa uppi sem sigurvegarar og vinna meistarana frá því í fyrra í hreinum úrslitaleik? En svona er knattspyrnan. Það skiptast á skin og skúrir. Knattspyrna er vinsæl íþrótt. Ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim. Skiptir þá ekki máli hvort talað er um football, calcio, fussball, soccer, voetball, jalkapallo, futebol eða fótbolta. Stelpur og strákar, ungir og gamlir, efnaðir og fátækir leika knattspyrnu. Margir hafa orðið vinir eftir að hafa leikið sér saman með fótbolta á tjald- stæði í sumarferð. Hvað þýðir að fara á völlinn? Hvað þýðir að horfa í beinni? Hvort talar þú um knatt- spyrnu eða fótbolta? Hvort leikur þú eða spilar knattspyrnu? Er einhver munur á merkingu orðanna, knattspyrnulið, knattspyrnufélag og knattspyrnuklúbbur? Margir kannast við að hafa verið spurðir að því með hvaða liði þeir haldi í ensku. Hvað er eiginlega átt við? Er þetta einhver málfræðispurning? ? ? *Undirstrikuð orð eru útskýrð aftast í bókinni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=