Stöngin inn
31 Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn: Þegar togað er í báða enda á keðju þar til hún slitnar er það veikasti hlekkurinn í keðjunni sem gefur sig og brotnar. Þannig slitnar keðjan. Knattspyrnulið er ekki sterkara en sá í liðinu sem er veikastur er. En ólíkt keðjunni getur knattspyrnulið séð til þess að sá sem er ekki eins sterkur og aðrir í liðinu fái aðstoð og stuðning frá liðsfélögum. Ef hver og einn í liðinu hugsar bara um sig og hjálpar ekki hinum er liðið orðið eins og keðja sem slitnar um veikasta hlekkinn. Eitthvað gefur lífinu meira gildi: Eitthvað gerir lífið og tilveruna betri og skemmtilegri. Að leggja skóna á hilluna: Hætta að keppa t.d. í fótbolta. Að halda á vit ævintýra: Að fara út í óvissuna, vita ekki hvað er framundan. Að gera garðinn frægan: Að ganga vel í einhverju fjarri heimaslóðum (hér: í útlöndum). Að eiga drjúgan þátt í einhverju: Að eiga stóran hlut í einhverju. Að þreyta frumraun: Að takast á við eitthvað í fyrsta skipti. Að skara fram úr: Að vera betri en aðrir t.d. í íþróttum eða námi. 22 23
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=