Stöngin inn
29 Að fylgja einhverju í gegnum súrt og sætt: Að standa með og halda með sínu liði, sama hvað gengur á. Stundum tapa liðin (súrt) og stundum vinna liðin (sætt). Almenningsíþróttadeild: Deild innan íþróttasambandsins sem sér um íþróttir fyrir almenning, eins og Kvennahlaupið og Hjólað í vinnuna, skokkhópa, gönguhópa, leikfimi karla og kvenna. Einkaeign: Félag í einkaeigu er félag sem einn aðili á. Hlutafélag: Félag sem margir aðilar eiga hlut í. Aðgangseyrir: Gjald sem við borgum til að komast inn á skemmtanir eða íþróttaviðburði. Eyrir er dregið af orðinu aur, í einni krónu eru 100 aurar. Styrktaraðili: Fyrirtæki eða einstaklingur sem greiðir t.d. íþróttafélagi ákveðna upphæð til að styðja íþróttastarfið. Fyrirtækin fá þá oftast einhvers konar auglýsingu í staðinn, annaðhvort á búningum eða á leikvöllunum eða útvega drykkjar- og matvörur í nafni fyrirtækisins. Að vera leikhæf(ur): Geta spilað, er t.d.ekki meidd(ur). Fjölmiðlar: Fyrirtæki sem sér um að dreifa upplýsingum, t.d. útvarp, sjónvarp, netmiðlar, dagblöð. Markaðsmál: Sá sem sér um markaðsmál, kynnir og auglýsir liðið eða félagið, safnar styrktaraðilum og auglýsingum, sér til þess að aðdáendur og fylgismenn fái upplýsingar um leiki og úrslit þeirra. Markahrókar : Þeir leikmenn sem skora flest mörkin. Að vera vökull: Að vera vakandi, fylgjast vel með, vera með athyglina á réttum stað. Að vera lipur: Að vera liðugur, snöggur í hreyfingum. Að mæða á: Það reynir mikið á, það hvílir þungt á. Að geysast: Að fara hratt yfir, hlaupa hratt, spretta af stað. 11 12
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=