Stöngin inn
28 Heimssamtökin FIFA: (The Fédération Internationale de Football Association) Alþjóðaknattspyrnusambandið. Hefur t.d. yfirumsjón með heimsmeistarakeppnum. Undirstöðuatriði: Grunnatriði, það sem þarf að læra fyrst. (Undirstöður, það sem stendur undir, heldur einhverju uppi.) Hvati: Er skylt orðinu að hvetja. Áhafnir: Áhöfn er fólkið sem vinnur t.d. um borð í skipi eða flugvél. Etja kappi: Að keppa. Reykvískir: Íbúar Reykjavíkur. Kviksögur: Kjaftasögur. Óhróður: Slæmt umtal, lygi. Formlegur: Að fara eftir ákveðnum reglum. Hér þýðir það: Að byrja á ný að æfa með reglubundnum hætti og keppa í fótbolta samkvæmt gildandi reglum. Að fara með sigur af hólmi: Sigra í fótbolta eða öðrum keppnisgreinum. Þetta orðatiltæki er komið frá fyrri tíma þegar tveir menn börðust í einvígi sem fór fram í hólma í Öxará á Þingvöllum. Þar fór annar með sigur af hólmi. – Hólmganga. Nágrannarígur: Metingur á milli félaga sem eru t.d. í sama bæjarfélagi eða bæ, t.d. á milli FH og Hauka í Hafnarfirði; er nágrannarígur á milli þeirra? Knattspyrnuiðkun: Að iðka knattspyrnu, að æfa og spila fótbolta.(Knattspyrna, að spyrna knetti.) Heimabyggð: Bærinn, borgin, þorpið eða sveitar- félagið sem hver og einn býr í. 8 9 10
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=