Stöngin inn
26 Orðskýringar: Bakfallsspyrna: Leikmaður stekkur upp og liggur lárétt í loftinu, sparkar boltanum aftur fyrir sig og lendir á bakinu. (spyrna – sparka.) Að lúta í gras: Að lúta höfði þýðir að beygja höfuðið, að lúta í gras merkir hér að tapa fyrir andstæðingi sínum. Að hnípa: Að vera sorgmæddur, drjúpa höfði. Það skiptast á skin og skúrir: Stundum er gaman og stundum er erfitt. (skin – sólskin, skúrir – rigning í stuttan tíma, stundum skiptist á sólskin og rigning.) Stundum gengur vel og stundum gengur illa. Efnaðir: Þeir sem eiga mikla fjármuni, peninga. Rökræða: Ræða ákveðið málefni og rökstyðja mál sitt. Út í hið óendanlega: Endalaust, mjög lengi. Erkifjendur: Höfuðandstæðingar. Fylgismenn: Þeir sem halda með ákveðnu liði, t.d. eru fylgismenn Völsungs þeir sem halda með Völsungi. 4 3
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=