Stöngin inn

22 Ásgeir Sigurvinsson varð á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er hann lék með landsliðinu árið 1972, sautján ára gamall. Hann átti glæstan feril með liðinu, spilaði samtals 45 landsleiki á árunum 1972–1989 og skoraði 5 mörk. Hann lék í átta ár með Standard Liege í Belgíu og eitt ár með Bayern München í Þýskalandi en gekk svo til liðs við Stuttgart þar sem hann lék þar til hann lagði skóna á hilluna árið 1990. Ásgeir fæddist í Vestmannaeyjum 8. maí 1955. Í æsku lék hann sér öllum stundum í knattspyrnu og spilaði meðal annars með strákafélaginu Vísi. Um leið og hann hafði aldur til gekk hann til liðs við Knattspyrnufélagið Tý. Afburða knattspyrnuhæfileikar Ásgeirs komu fljótt í ljós og þegar hann var aðeins 17 ára var honum boðið að æfa með skoska knattspyrnuliðinu Glasgow Rangers. Ferill hans í meistaraflokki hófst árið 1972 þegar hann spilaði með ÍBV. Hann spilaði 21 leik með liðinu og skoraði 7 mörk. Hann var einn af fyrstu Íslendingunum til að spila með erlendum stórliðum. Síðhærði unglingurinn í útvíðu buxunum hélt á vit ævintýranna í ágúst 1973. Hann hafði samið við belgíska félagið Standard Liege. Hann fór út í algjöra óvissu; vissi ekkert um belgískan Að loknum leikferli starfaði hann um skeið fyrir Ásgeir Sigurvinsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=