Stöngin inn

Góður knattstyrnuiðkandi stendur með liði sínu, því engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Góður leikmaður mætir í alla leiki með það í huga að vinna og gera alltaf sitt besta. 4–4–2 Fjórir varnarmenn (hægri og vinstri bakvörður og tveir miðverðir), fjórir miðjumenn (hægri og vinstri kantmenn og tveir miðjumenn) og tveir sóknarmenn. Þetta er ein algengasta leikaðferðin. 4–5–1 Miðjumenn eru fimm og einn sóknarmaður. Þessari leikaðferð er stundum beitt þegar liðið þarf að verjast sterkum mótherja eða leikur á erfiðum útivelli. 4–3–3 Miðjumenn eru þrír og sóknarmenn þrír. Þessari leikaðferð er stundum beitt þegar áhersla er lögð á sóknarleik gegn slakari mótherja og eins ef liðið lendir undir og þarf að gera allt sem það getur til að skora. Algengar leikaðferðir 21

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=