Stöngin inn

20 Hvernig getur þú orðið betri í knattspyrnu? Sagt er að æfingin skapi meistarann. Það eru orð að sönnu. Æfðu vel og af samviskusemi, leggðu áherslu á það sem betur má fara, æfðu knatttækni, þol og styrk. Mundu að hita upp og teygja. Gerðu allar æfingarnar og aukaæfingarnar, líka þessar leiðinlegu. Góður knattspyrnuiðkandi býr yfir sjálfstrausti. Hann þorir, vill bera ábyrgð, hefur trú á sjálfum sér en kennir ekki öðrum um ef illa fer, hvorki samherjum, mótherjum, dómaranum né vallarskilyrðum. Hann spyr sig alltaf: „Hvernig get ég orðið betri, hvað get ég lagt af mörkum svo að liðið mitt nái betri árangri?“ Góður leikmaður mætir í alla leiki með það í huga að vinna og gera alltaf sitt besta. En betra er að falla með sæmd en sigra með svikum. Þannig gætir góður leikmaður vel að framkomu sinni og samskiptum bæði inni á vellinum og utan hans. Mótherjar eru ekki óvinir – án mótherja gæti leikmaðurinn ekki sýnt sitt besta og leikmenn læra margt af glímu við góða mótherja. Góður knattspyrnuiðkandi stendur með liði sínu, því engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Hann hvetur aðra í liðinu áfram og kemur þeim til hjálpar bæði í æfingum og leikjum. Það er gaman að vera í góðu liði þar sem allir leggjast á eitt um að njóta leiksins og ná árangri. Láttu drauma þína rætast. Trúðu á drauma þína. Stefndu markvisst að því að láta drauma þína rætast. Gerðu drauma þína að draumum liðsins. Vertu fyrirmynd og sýndu að þú sért tilbúin(n) að leggja á þig mikla vinnu og erfiði. Leitaðu leiða til að gera betur. Mundu að margt smátt gerir eitt stórt. Hjálpaðu öðrum að ná árangri, það gefur lífinu meira gildi. Hvernig get ég orðið betri, hvað get ég lagt að mörkum svo að liðið mitt nái betri árangri? !

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=