Stöngin inn

19 yfir í KR og varð vesturbæjarfélagið Íslandsmeistari strax það ár, í fyrsta skipti í kvennaflokki. Ásthildur hélt til náms í Bandaríkjunum árið 1997 og lék knattspyrnu með háskólaliði sínu á fullum skólastyrk. Eftir fyrsta keppnistímabilið var hún valin í nýliðalið ársins yfir allt landið, All-American. Ásthildur lifði tímana tvenna með íslenska landsliðinu. Þegar hún byrjaði í liðinu 18 ára, vissu fáir af því að landsleikur væri í vændum og fáir komu að horfa á kvennalandsliðið leika, aðallega fjölskyldur og vinir leikmanna. Þetta breyttist. Nokkrum árum síðar mættu þúsundir á leikina og öll þjóðin vissi af þeim. Ásthildur sló heldur betur í gegn í sínum fyrsta landsleik árið 1994. Þá kepptu Íslendingar á móti Grikkjum og Ásthildur skoraði 4 mörk í leiknum. Ásthildur hætti að keppa í knattspyrnu 31 árs gömul. Ásthildur Helgadóttir sagði í viðtali við Morgunblaðið 20. október 2002: „Fótboltinn hefur alltaf haft forgang hjá mér og ég hef alltaf haft mikinn metnað til að ná langt. Ég hef stundað æfingarnar vel og haft það að markmiði að ná sem mestu út úr hverri einustu æfingu. Það skiptir líka miklu máli að hafa trú á sjálfum sér og vilja til að verða betri.“ !

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=