Stöngin inn

18 Ásthildur Helgadóttir er ein besta knattspyrnukona sem Íslendingar hafa átt. Hún lék 69 leiki með landsliðinu og skoraði 23 mörk á árunum 1993–2007. Hún lék um tíma með Malmö í Svíþjóð með mjög góðum árangri en sænska deildin var þá talin sú sterkasta í heimi. Ásthildur fæddist árið 1976. Hún smitaðist af knattspyrnu- bakteríunni á unga aldri úti í Svíþjóð, þar sem foreldrar hennar voru við nám. Hún fór með pabba sínum á allar æfingar hans og lék sér mikið í knattspyrnu eftir að þau fluttu heim. Þegar hún byrjaði í skóla lék hún alltaf knattspyrnu í frímínútum og líka eftir skóla. Hún byrjaði að æfa 10 ára gömul með Breiðabliki í Kópavogi. Ásthildur lék hér heima með Breiðabliki en einnig KR og ÍBV. Ásthildur varð fyrst Íslandsmeistari 1991 með Breiðabliki. Þá var hún 16 ára og á fyrsta ári í meistaraflokki. Sigurinn var óvæntur en þær unnu KR í síðasta leiknum á KR-velli og komust þá í efsta sæti deildarinnar, í eina skiptið allt sumarið. Breiðablik varð einnig Íslandsmeistari 1992 en sumarið 1993 hafði Ásthildur skipt Ásthildur Helgadóttir Ferill Ásthildar: A landslið 69 leikir 23 mörk U21 landslið 20 leikir 7 mörk U17 landslið 10 leikir 1 mark Meistaraflokkur frá árinu 1991-2003 183 leikir 155 mörk !

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=