Stöngin inn

17 Það er draumur margra ungra knattspyrnuiðkenda að vera í því hlutverki að sækja bolta sem fara út fyrir völlinn í leikjum, vera „boltasækir“ eins og það er stundum kallað. Boltasækir fær að sjá leikinn í návígi og kemst nálægt knattspyrnuhetjunum. En að skora mark í leiknum? Nei, varla. Það gerðist samt í Brasilíu árið 2006 í leik milli Atletico Sorocaba og Santacruzenze. Á lokamínútum leiksins var Sorocaba einu marki yfir. Sóknarmaður Santacruzense átti skot að marki en skaut í hliðarnetið og boltinn rúllaði út af vellinum. Ungur boltasækir var snar í snúningum, kom með boltann aftur inn á völlinn og renndi honum í markið. Dómarinn sá bara boltann í netinu og dæmdi mark og endaði leikurinn 1-1. Brasilíska knattspyrnusambandið neyddist til þess að staðfesta úrskurð dómarans. Hann og aðstoðardómararnir voru hins vegar reknir fyrir alvarleg mistök í starfi. Furðufataæfing hjá Valsstelpum. Mýrarbolti á Ísafirði. Skrautlegt atvik

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=