Stöngin inn

16 Dómgæsla Knattspyrnuleikur á að fara fram eftir settum reglum. Það er hlutverk dómarans að sjá til að svo sé. Algengustu leikbrotin eru þegar leikmaður snertir boltann með hendinni, beitir ólögmætri tæklingu, er rangstæður, hindrar andstæðing eða sýnir háskaleik. Varnarmaður á að einbeita sér að boltanum og koma sem minnst við mótherjann. Leikbrot geta valdið alvarlegum meiðslum, hvort sem um vilja- eða óviljaverk er að ræða. Aukaspyrnur eru dæmdar fyrir minniháttar brot. Við endurtekin eða gróf brot er leikmanni refsað með gulu spjaldi. Rautt spjald fer á loft ef brotið er alvarlegt eða ef leikmaður hefur fengið tvö gul spjöld. Leikmaður sem fær rautt spjald þarf að yfirgefa völlinn. Brot á sóknarliði innan vítateigs mótherja endar oft með vítaspyrnu. Dómari hefur tvo aðstoðardómara sem eru á hliðarlínum vallarins og tilkynna þeir með flöggum um brot, innköst og rangstöðu. Leikmaður er rangstæður ef hann er nær marklínu mótherja en næst aftasti varnarmaður þegar bolta er sparkað í átt að markinu (þá er markvörðurinn meðtalinn í vörninni). Til þess að mark sé gilt þarf bolti að fara allur yfir marklínu. Ákvörðun dómara er alltaf endanleg. Leikur stendur í 90 mínútur þar sem hvor hálfleikur er 45 mínútur. Uppbótartími er leyfður til að mæta töfum. Til þess að dómari stöðvi leikinn þarf boltinn að fara alla leið út fyrir hliðar-, enda- eða markalínu, nema ef um höfuðmeiðsl er að ræða. Við vítaspyrnu er boltinn settur á vítapunkt. Aðrir leikmenn verða að standa fyrir aftan vítateiginn og vítateigsboga. Vítaskytta má aðeins snerta boltann einu sinni þar til einhver annar hefur snert hann. Dómari gefur leikmanni rautt spjald Dómari ásamt aðstoðardómurum !

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=