Stöngin inn

15 Sókn Enginn knattspyrnuleikur vinnst án marka. Sóknarmenn þurfa að hafa næmt auga fyrir marktækifærum, sjá fyrir veikleika í vörninni og staðsetja sig vel. Það er alltaf gaman að sjá þegar skorað er úr erfiðri stöðu með skalla, snúningsbolta, bakfallsspyrnu eða þegar leikið er með tilþrifum á markmanninn. Marktækifæri koma og fara á leifturhraða og því þurfa sóknarmenn að vera snöggir að nýta færið þegar það gefst. Margir leikmenn gera sér upp meiðsli og láta sig falla við minnstu snertingu. Þetta gera þeir til þess að rugla dómarana í ríminu og fá þá til að dæma brot að ósekju. Flestir aðdáendur íþróttarinnar eru á móti slíku hátterni. Knattspyrna er íþrótt en hvorki loddaraskapur né leiksýning vælukjóa. !

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=