Stöngin inn

14 Miðja Miðjan er uppspretta margra tækifæra. Miðjumenn tengja saman vörn og sókn. Sóknin er mótuð á miðjunni og miðjumennirnir skipa fremri varnarlínuna. Ef boltinn vinnst á miðjunni gefst tækifæri til skyndisóknar en oftast gefa miðjumennirnir sér meiri tíma til þess að byggja upp sóknina og brjóta niður vörn mótherjanna. Miðjumenn þurfa að hafa góðan leikskilning, góða yfirsýn og vera nákvæmir í sendingum. Kantmennirnir sem leika lengst til vinstri og hægri á vellinum hafa það hlutverk að leika á varnarmennina og koma boltanum fyrir markið. Hraði og nákvæmni skiptir miklu máli því góð stoðsending er gulls ígildi. Það skiptir máli að leikmenn dreifi sér vel um völlinn þannig að það sé nóg af auðum svæðum til að hlaupa í og senda inn á. Sóknarmenn þurfa að vera duglegir að nýta sér opið svæði hjá andstæðingunum og breidd vallarins. Mikilvægt er að villa um fyrir vörninni. Ýmsar gabbhreyfingar geta fengið mótherjana til að trúa því að leikmaður ætli að gera eitthvað annað en raunin er. Þannig er hægt að slá ryki í augu andstæðingsins. ! leikmenn í hornspyrnu og innköstum? Hvernig er varnarvegg stillt upp í aukaspyrnu? Hvernig bregst vörnin við nýju leikskipulagi mótherja? Allir leikmenn þurfa að kunna að verjast. Það er hluti af leiknum að allt liðið hjálpist að í vörninni ef það á undir högg að sækja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=