Stöngin inn

13 Vörn Enginn leikur vinnst nema vörn og markvörður standi sig. Varnarmenn þurfa að vera sterkir, ákveðnir, snöggir og snarir í snúningum. Þeir þurfa að lesa leikinn vel og vera fljótir að taka ákvörðun. Þeirra verkefni er að stela boltanum, komast inn í sendingar og senda boltann frá sér af öryggi. Varnarmenn lenda einnig oft í skallaeinvígi við mótherjana. Skipulag varnarinnar skiptir máli. Getur hún veitt mótherjana í rangstöðugildru? Hvernig á að dekka Tækling er ein leið til að vinna bolta af andstæðingi. Með tæklingu reynir varnarmaðurinn að vinna boltann af andstæðingnum með því að setja fæturna fyrir boltann og koma þannig í veg fyrir að andstæðingurinn geti leikið framhjá varnarmanninum eða á samherja. Þetta er hins vegar yfirleitt síðasta úrræði varnarmanns því lítið má út af bera til þess að hún verði ólögmæt. !

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=