Stöngin inn

12 Knattspyrnuliðið Það eru margir góðir knattspyrnumenn í heiminum. Þó maður setti ellefu mestu markahrókana saman í eitt lið, yrði það ekki endilega sigursælasta liðið. Lið þarf að verjast, byggja upp leikkerfi, sækja og skora. Þjálfarinn ákveður hverjir eru í liðinu, hvaða stöður þeir spila og velur leikaðferðina. Leikaðferðin getur verið breytileg eftir því hverjir eru andstæðingarnir og stundum er henni breytt í miðjum leik eftir því hvort liðið þarf að sækja meira eða verjast. Markvarsla Markvörður þarf að vera vökull, viðbragðsfljótur, ákveðinn og lipur. Þegar liðið er í sókn virðist líf hans vera auðvelt. Aftur á móti þegar liðið þarf að verjast og mótherjarnir sækja að markinu mæðir á markverðinum. Hann þarf að lesa leikinn vel, vinna vel með varnarmönnunum, vera tilbúinn að geysast inn í sendingar, henda sér út í bláhorn, grípa eða slá boltann. Þá má segja að hann taki þátt í sókninni með nákvæmum sendingum fram á völlinn, hvort sem hann sparkar boltanum langt fram til sóknarmanna eða kastar honum til varnarmannanna. Víti er einvígi leikmanns og markvarðar og oftast er það markvörðurinn sem tapar. Ef markvörður hendir sér í sama horn og leikmaður skýtur í eru talsvert miklar líkur á að hann nái að verja markið. Það hefur sannarlega skipt sköpum í leikjum. Sérstaklega ef úrslit leiks ráðast í vítaspyrnukeppni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=